Fleiri fréttir

Þúsundir flýja Andijan

Þúsundir Úsbeka hafa safnast saman við landamæri Úsbekistans og Kirgisistans í kjölfar átaka í borginni Andijan í gær. Að sögn yfirvalda í Kirgisistan hafa um 500 manns komist yfir landamærin, þar á meðal fangar sem frelsaðir voru úr fangelsi í borginni í gær, en landamærunum var lokað í gær vegna frétta af átökunum.

Herinn hafi orðið að skjóta

Sjónarvottar og fulltrúi mannréttindasamtaka í Úsbekistan segja að um fimm hundruð manns hafi fallið í skotárás hersins í borginni Andian, í gær. Forseti landsins segir að herinn hafi orðið að skjóta á mannfjöldann til að bæla niður uppreisn.

Flugskattur til hjálpar fátækum

Evrópusambandið veltir nú fyrir sér hvernig hægt sé að leggja sérstakan skatt á flugfarþega sem yrði notaður til aðstoðar í fátækari ríkjum heimsins.

Fann lítið tungl við Satúrnus

Geimfarið Cassini hefur fundið agnarlítið tungl sem er falið á milli hringja Satúrnusar og er þar á braut um plánetuna.

Upplausn í Úsbekistan

Upplausnarástand ríkir nú í borgini Andijan í fyrrverandi Sóvétlýðveldinu Úsbekistan. Tíu lögreglumenn voru í morgun teknir í gíslingu og minnst níu hafa verið drepnir og nokkur hús eru alelda. Í nótt gerðu uppreisnarmenn úr röðum herskárra múslíma áhlaup á fangelsi í borginni og talið er að þeim hafi tekist að ná þúsundum fanga lausum.

Óttast útbreiðslu lömunarveiki

Óttast er að lömunarveiki sé að breiðast út í heiminum á nýjan leik eftir að tekist hafði að halda henni í skefjum um árabil. Á þessu ári hafa 357 ný tilvik komið upp í sautján löndum þar sem veikinnar hafði ekki orðið vart um árabil. Fyrir aðeins tveimur árum var aðeins vitað um veikina í sex löndum og vonast var til að búið yrði að útrýma henni alveg á þessu ári.

Raðmorðingi tekinn af lífi

Raðmorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í morgun í Connecticut í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta aftakan þar í nærri hálfa öld. Ross var gefinn banvæn sprauta en hann játaði að hafa myrt átta konur á níunda áratugnum. Á þriðja hundrað manns safnaðist saman fyrir utan fangelsið til að mótmæla aftökunni en vitni segir að ættingjar fórnarlamba hans, sem voru viðstaddir, hafi lýst því yfir að andlát morðingjans hafi verið of friðsælt.

Löng barátta fram undan

Æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjamanna segir að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár. Richard Myers hershöfðingi segir að það sé ekki hægt að búast við að sjá árangur af baráttunni í Írak næstum því strax og um mikið þolinmæðisverk sé að ræða. Uppreisnarmenn séu sífellt að aðlaga sig breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til þess að ná ætlunarverki sínu.

Læknaði ísbjörn af tannpínu

Fyrir flesta er auðvelt að skreppa til tannlæknis ef tannpína gerir vart við sig. Málið flækist hins vegar nokkuð þegar 400 kílógramma ísbjörn á í hlut. Einn stærsti íbúinn í dýragarðinum í Moskvu hefur undanfarið verið hálflystarlaus eftir að hann fór að finna fyrir eymslum í tönnunum. Því var bugðið á það ráð að kalla til breskan tannlækni sem sérhæfir sig í að gera við tennur í dýrum til þess að losa ísbjörninn stóra við Karíus og Baktus.

Sjö látnir í mótmælum í Afganistan

Alls hafa sjö manns látist og nærri 80 slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í Afganistan undanfarna daga. Eftir að það kvisaðist út að fangaverðir í herstöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu hefðu vanhelgað Kóraninn hefur gríðarleg reiði brotist út í Afganistan og fólk mótmælt á götum úti.

Fljótlega í dýrlingatölu

Jóhannes Páll páfi annar fær flýtimeðferð og verður tekinn í dýrlingatölu fljótlega, að sögn eftirmanns hans, Benedikts sextánda. Hann lýsti því yfir við presta kaþólsku kirkjunnar að hann hefði vikið til hliðar reglunni um að fimm ár þurfi að líða áður en undirbúningur að því að taka menn í dýrlingatölu hefjist.

Khodorkovskí á von á fleiri ákærum

Saksóknarar í Rússlandi segja nýjar ákærur á hendur auðkýfingnum Míkhaíl Khodorkovskí væntanlegar. Khodorkovskí bíður nú dóms vegna skattaundanskots og fjárdráttar. Dóms í því máli er að vænta á mánudaginn kemur en saksóknarar hafa farið fram á  tíu ára fangelsisdóm.

Taldir hafa flegið ungan dreng

Tveir menn hafa verið handteknir í Tansaníu grunaðir um að hafa myrt 9 ára gamlan dreng og selt húðina af honum fyrir 18 dollara. Húðin var notuð í lukkugripi sem þarlendur töframaður bjó til. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir að mennirnir lentu í háværu rifrildi þar sem annar þeirra sakaði hinn um að ætla að drepa sig og flá.

Lithimnuskönnun á flugvelli

Farþegar á leið í sumarfrí á Flórída mega búast við annars konar eftirliti á flugvellinum en hingað til. Alþjóðaflugvöllurinn í Orlando er fyrsti flugvöllurinn sem tekur upp lithimnuskönnun til að reyna að bera kennsl á grunaða hryðjuverkamenn. Þeir sem eiga leið um völlinn stilla sér upp fyrir framan skanna og horfa í spegil á meðan lithimnan er lesin inn.

Færri herstöðvum lokað en til stóð

Herstöðvum Bandaríkjamanna á heimavelli verður fækkað mun minna en til stóð. Áhrifin á Keflavíkurstöðina eru óljós en fjölmargar tillögur hafa verið lagðar fram um framtíðarfyrirkomulag stöðvarinnar.

Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan

Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum.

Von á dómi vegna HIV-máls í Líbíu

Hæstiréttur í Líbíu mun í dag skera úr um hvort fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og einn palestínskur læknir, sem dæmdir eru fyrir að sýkja börn þar í landi af HIV-veirunni, muni verða líflátnir. Sexmenningarnir voru dæmdir til dauða í mars síðastliðnum en þeir áfrýjuðu. Að minnsta kosti 380 börn sýktust af HIV þegar þau fengu sýkt blóð á spítala í borginni Benghazi þar í landi.

Hermenn skjóta á mótmælendur

Hermenn skutu á þúsundir mótmælenda í bænum Andijan í Úsbekistan í dag en mótmælendurnir kröfðust afsagnar Islams Karimovs, sem hefur setið á stóli forseta um árabil. Ekki er enn vitað hversu margir eru látnirr en skotið var af pallbíl sem hermennirnir voru á. Ástæða mótmælanna er sögð sú að múslímar sem ekki sætta sig við ríkisútgáfu trúarinnar eru hnepptir í fangelsi og kúgaðir.

Íranar búi brátt yfir tækni

Íranar munu búa yfir tækniþekkingu til að smíða kjarnorkusprengju innan sex til níu mánaða. Þetta sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, í útvarpsviðtali í Ísrael í dag. Ísraelar, sem talið er að eigi um 200 kjarnorkusprengjur, óttast mjög að Íranar komist sér upp kjarnavopnum því þeir eru mjög andvígir Ísraelsríki.

Skærur milli Ísraela og Hizbollah

Til átaka kom á milli Hizbollah-skæruliða og ísraelskra hermanna nærri landamærum Ísraels og Líbanons í dag. Að sögn talsmanna skæruliðasamtakanna var sprengikúlum skotið á bækistöð Ísraelshers nærri landamærunum til þess að hefna fyrir árásir Ísraela, eins og það er orðað, og svöruðu ísraelskir hermenn með því að skjóta á hæðir nærri líbönskum landamærabæ þar skæruliðahópurinn hefur stöðvar.

Meirihluti fylgjandi stjórnarskrá

Naumur meirihluti Frakka hyggst samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem birt var í dag. Hún var gerð fyrir dagblaðið <em>Le Monde</em>,<em> RTL-útvarpsstöðina</em> og sjónvarpsstöðina <em>LCI</em>. Samkvæmt henni ætla 52 prósent aðspurðra að haka við já á kjörseðlinum 29. maí næstkomandi en 48 prósent segjast munu hafna stjórnarskránni.

Níu látnir í mótmælum í Afganistan

Að minnsta kosti níu manns hafa látist í mótmælum í Afganistan í dag, en mótmælendur fóru út á götur fjórða daginn í röð í kjölfar frétta af því að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn í fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu þar sem hundruð Afgana eru í haldi. Fréttir berast af átökum milli mótmælenda og hers og lögreglu víða í landinu, en mótmælin hófust í kjölfar föstudagsbæna múslíma.

Eigi enn á hættu illa meðferð

Amnesty International segir fanga í haldi Bandaríkjamanna í Írak og víðar enn eiga á hættu illa meðferð þrátt fyrir mikla umræðu vegna hneyklisins í Abu Ghraib fangelsinu fyrir ári. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ríkisstjórn George Bush Bandaríkjaforseta sýni lítinn sem engan vilja til að hlýða alþjóðalögum og lítinn vilja til að reyna að gera betur í sínum málum.

Fórst í bruna í Stokkhólmi

Hin heimsþekkta sænska söng- og leikkona Monica Zetterlund fórst í eldsvoða í Stokkhólmi í fyrradag. Eldur kom upp í íbúð hennar í miðborg Stokkhólms og var Zetterlund látin þegar slökkvilið kom á vettvang. Hún var fötluð og bundin í hjólastól síðustu ár ævinnar.

Ákærður fyrir að misnota drengi

Saksóknari í Danmörku hefur krafist þess að Flemming Oppfeldt, fyrrum þingmanni Venstre, verði bannað að umgangast börn undir 18 ára aldri. 

Danir vilja draga úr gosþambi

Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosdrykkjum á viku. 

Norðmenn skera herinn niður

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður fjárframlög til hermála á þessu ári um nærri sex milljarða íslenskra króna. 

Uppsagnir hjá norska Dagblaðinu

Miklar sviptingar eru nú á norskum blaðamarkaði og fyrir helgi tilkynnti stjórn Dagblaðsins, eins stærsta síðdegisblaðsins, að segja yrði upp 89 manns vegna mikils taps á rekstri blaðsins. 

Áfram neyðarástand í Írak

Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir áframhaldandi neyðarástandi í landinu í mánuð til viðbótar. Mjög róstusamt hefur verið í landinu að undanförnu og fjölmargar sjálfsmorðsárásir hafa verið gerðar á síðustu tveimur vikum, en alls hafa um 400 manns fallið í þeim.

Fundu tólf tonn af kókaíni

Kólumbísk yfirvöld hafa lagt hald á tólf tonn af kókaíni síðustu daga í samræmdum aðgerðum sjóhers og lögreglu gegn útlögum í hægriöfgasinnaðri hersveit, en efnið hafði verið falið á bökkum árinnar Miru í suðurhluta landins. Þá handtóku lögreglumenn fimm menn og lögðu hald á níu riffla, fjarskiptatæki og átta báta í aðgerðunum sem lauk snemma í morgun.

Ólík viðbrögð við mótmælum

Bandarísk stjónvöld hvöttu bæði stjórnvöld og mótmælendur í Úsbekistan til þess að halda ró sinni en Evrópusambandið sakaði hins vegar úsbesk stjórnvöld að virða ekki mannréttindi í kjölfar upplausnarástands í landinu í dag. Úsbeskir hermenn skutu í dag á mótmælendur sem söfnuðust saman í borginni Andijan til stuðnings uppreisnarmönnum sem höfðu lagt undir sig stjórnarbyggingu og héldu lögreglumönnum í gíslingu.

Enginn veit hvað er að gerast

Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast.

Telja Blair hætta innan árs

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flytur úr Downing-stræti tíu innan árs að mati breskra stjórnmálaskýrenda. Könnun Reuters á viðhorfum þekktustu stjórnmálaskýrenda á Bretlandseyjum leiðir í ljós að meirihluti þeirra telur að Gordon Brown taki við forsætisráðherraembættinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins, en hún verður á næsta ári.

Aldurshnignun Evrópu

Spár um lýðfræðilega þróun Evrópu á næstu 45 árum benda til þess að þrátt fyrir innflytjendastraum muni íbúum fækka og hlutfall aldraðra stórhækka.

Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu

Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst.

27 nýir þingmenn í lávarðadeildina

Breska ríkisstjórnin tilnefndi í gær 27 nýja þingmenn í lávarðadeildina, þar af 16 úr Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn hefur flesta þingmenn í þessari efri deild breska þingsins. Lávarðadeildin er ekki lýðræðislega kosin heldur eru meðlimir hennar oftar en ekki aðalsmenn skipaðir af ríkisstjórninni.

Róstur í Úsbekistan

Í odda skarst milli hermanna og mótmælenda í Andijan í austurhluta Úsbekistan í gær. Mótmælendurnir ruddust inn í fangelsi í borginni til að frelsa þaðan 23 pólitíska fanga sem yfirvöld héldu á þeim forsendum að þeir væru íslamskir öfgamenn

Mótmæli í Afganistan

Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima.

Bandaríkin kalla hermenn heim

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flytja 13 þúsund hermenn frá Þýskalandi og Suður-Kóreu. Þetta er liður í allsherjarniðurskurði þar sem til stendur að loka um 150 herstöðvum. Um þetta var tilkynnt í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í gær.

Flugmanninum sleppt

Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt.

Að minnsta kosti tíu látnir

Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti.

Svíar fá flesta launaða frídaga

Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins.

Kann að hafa látist

Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir.

Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát

Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu.

Sjá næstu 50 fréttir