Erlent

Hermenn skjóta á mótmælendur

Hermenn skutu á þúsundir mótmælenda í bænum Andijan í Úsbekistan í dag en mótmælendurnir kröfðust afsagnar Islams Karimovs, sem hefur setið á stóli forseta um árabil. Ekki er enn vitað hversu margir eru látnirr en skotið var af pallbíl sem hermennirnir voru á. Ástæða mótmælanna er sögð sú að múslímar sem ekki sætta sig við ríkisútgáfu trúarinnar eru hnepptir í fangelsi og kúgaðir. Úsbekistan er bandamaður Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum og þar er að finna bandaríska herstöð en ástand mannréttinda er sagt þar mjög bágt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×