Erlent

Von á dómi vegna HIV-máls í Líbíu

Hæstiréttur í Líbíu mun í dag skera úr um hvort fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og einn palestínskur læknir, sem dæmdir eru fyrir að sýkja börn þar í landi af HIV-veirunni, muni verða líflátnir. Sexmenningarnir voru dæmdir til dauða í mars síðastliðnum en þeir áfrýjuðu. Að minnsta kosti 380 börn sýktust af HIV þegar þau fengu sýkt blóð á spítala í borginni Benghazi þar í landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×