Fleiri fréttir

20-25 þúsund borgarar látnir

Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun.

Vara Írana við

Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Sjö friðargæsluliðar særðust

Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins.

Raffarin aftur til starfa

Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. </font />Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts.

Bitur örlög þýzkra flóttabarna

Þúsundir þýskra flóttamanna, mest börn, dóu í búðum í Danmörku eftir stríðslok. Sagnfræðirannsókn dansks læknis hefur vakið snarpa umræðu um "myrkan kafla" danskrar sögu.

Flóttinn mikli

Forsagan að því að um 250.000 þýzkir flóttamenn, þar af um 100.000 börn, lentu í Danmörku vorið 1945 er sú, að eftir því sem sókn Rauða hersins náði lengra inn í Þýzkaland - fyrst Austur-Prússland og svo Slésíu, Pommern og Berlín - flúðu fleiri þýzkir íbúar þessara svæða í ofboði.

Galloway sakaður um mútuþægni

Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings sakaði þá George Galloway, þingmann á Bretlandi, og Charles Pasqua, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni, um að hafa þegið mútur í formi olíukaupréttar af hendi Saddams Hussein á meðan olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003.

Öcalan fái réttláta málsmeðferð

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma.

Róstur í Írak í gær

Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum.

Vill kæra Írana til öryggisráðsins

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt sinn fyrsta hefðbundna blaðamannafund eftir kosningarnar í gær. Þar kvaðst hann vera hlynntur því að kæra Íran til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna haldi þarlend stjórnvöld áfram að auðga úran.

Abbas vill fresta kosningum

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu.

Helmingsaukning á hatursglæpum

Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári.

Smyglhringur upprættur

Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda.

Fjármögnuðu hryðjuverk

Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu.

Í olíuviðskiptum við Saddam?

„Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun.

Myndir af líkum á sígarettupökkum

Litmyndir af líkum, sundurrotnuðum tönnum og samankrumpuðum svörtum lungum verða innan tíðar framan á öllum sígarettupökkum sem seldir verða í Evrópusambandslöndum. 

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þýska þingsins í morgun. Ekki er búist við að Frakkar fari eins mjúkum höndum um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok mánaðarins. 

Neitað um staðfestingu

George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Handsprengju hent að Bush?

Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú hvort handsprengju hafi verið hent í átt að George Bush Bandaríkjaforseta þegar hann hélt ræði í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í gær. Að sögn yfirvalda í Georgíu lenti hlutur, sem talið er að hafi verið handsprengja, aðeins þrjátíu metra frá forsetanum á meðan á ræðuhöldunum stóð.

64 látnir, 110 særðir

Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun.

82 milljarða dala aukafjárveiting

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001.

Mótmælendur skotnir til bana

Lögreglumenn í Afganistan skutu í morgun fjóra mótmælendur til bana eftir að aðgerðir mótmælendanna fóru úr böndunum. Mikil reiði braust út í borginni Jalalabad í gærkvöldi eftir að fréttir bárust af því að fangaverðir í fangelsinu á Guantanamo-flóa hefðu vanhelgað Kóraninn.

Litla stúlkan eftirsótt

Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt.

Mikið blóðbað í morgun

Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. 

ESB herðir vinnulöggjöf sína

Evrópusambandið hefur ákveðið að herða vinnutímalöggjöf sína þannig að erfiðara verður að fá undanþágu frá þeirri meginreglu að fólk eigi að meðaltali ekki að vinna meira en 48 klukkustundir á viku.

12 milljónir búa við þrælahald

Ríflega tólf milljónir manna búa við þrælahald víða um veröld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tólf milljónum eru 2,4 milljónir manna sem hafa beinlínis verið seldar í þrældóm á milli landa.

Franskir skurðlæknar til Bretlands

350 franskir skurðlæknar hafa tekið upp á því að fara til Bretlands að mótmæla slæmum kjörum sínum í heimalandinu. Ástæðan ku vera táknræn því margir þeirra hafa fengið tilboð um betra kaup og kjör í Bretlandi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir skurðlæknum.

Hvíta húsið rýmt

Verið er að rýma Hvíta húsið og bandarískar orrustuþotur fljúga yfir húsinu þessa stundina. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um aðgerðina en Reuters-fréttastofan segir að ein farþegaþota sé í 1-2 mínútna fjarlægð frá borginni þessa stundina.

Hættuástandi aflýst í Washington

Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél.

Samþykkja ESB-sáttmála

Tvö ríki bættust á dögunum í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins sem fullgilt hafa stjórnarskrársáttmála þess. Austurríki varð sjöunda ríkið til að staðfesta sáttmálann, er allir nema einn þingmaður á austurríska þinginu greiddi atkvæði með fullgildingunni. Þá var sáttmálinn einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu á þjóðþingi Slóvakíu.

Norræn ESB-herdeild stofnuð

Varnarmálaráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að koma á fót sameiginlegri norrænni herdeild, sem ætlað er að verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins. Herdeildin á að verða klár í slaginn í ársbyrjun 2008, að því er greint er frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter.

Blair hvetur flokkinn til einingar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti þingflokk Verkamannaflokksins bak við luktar dyr í gær. Blair fullvissaði þingmennina um að hann myndi víkja fyrir næstu kosningar, en krafðist þess jafnframt að flokksmenn stæðu saman á þessu þriðja kjörtímabili hans við stjórnvölinn.

Vilja herða vinnutímatilskipun

Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann.

Gríðarleg aukning á árásum

Gríðarleg aukning hefur orðið á sprengjuárásum í Írak undangengnar tvær vikur, eða allt frá því tilkynnt var um nýja ríkisstjórn landsins. Ríflega sjötíu manns létu lífið í að minnsta kosti fjórum sjálfsmorðsárásum í dag.

Óvíst hvað flugmanninum gekk til

Skelfing greip um sig í Washington í Bandaríkjunum síðdegis þegar öllu starfsfólki og gestum bæði í Hvíta húsinu og í þinginu var skipað að yfirgefa húsin hið snarasta. Í ljós kom að lítil einkaflugvél hafði farið inn á flugbannssvæði miðborgarinnar. Enn er ekki vitað hvað flugmanninum gekk til eða hvort hann hreinlega villtist af leið.

Tólf milljónir manna í þrælkun

Í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er því haldið fram að 12,3 milljónir manna séu ánauðugar. Verst er ástandið í Asíu en þrældómur er þó einnig landlægur á Vesturlöndum.

Mikið mannfall í Írak í gær

Á áttunda tug manna týndi lífi og ríflega hundrað særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í gær. Uppreisnarmenn hafa færst mjög í aukana síðan nýja ríkisstjórnin tók við.

Skotið á afganska mótmælendur

Fjórir Afganar biðu bana og 71 særðist í skothríð lögreglunnar í Jalalabad en þar mótmæltu hundruð stúdenta meintu guðlasti bandarískra leyniþjónustumanna í fangabúðunum í Guantanamo.

Handsprengja nærri Bush

Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag.

Tútankamon fjallmyndarlegur

Vísindamenn hafa notað nýjustu tækni til að móta andlit egypska faraóans Tútankamons. Svo virðist sem þessi margfrægi konungur hafi verið fjallmyndarlegur, búlduleitur ungur maður.

Árásum linnir ekki í Bagdad

Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust.

Stjórnarfar stöðugast á Íslandi

Hvergi í heiminum er stjórnarfarslegur stöðugleiki jafn mikill og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðabankans sem birtist í dag. Fyrir utan Ísland er stöðugleikinn mestur í Lúxemborg og Finnlandi. Stórveldi eins og Frakkland og Bandaríkin eru hins vegar neðarlega á listanum, eða í 79. og 82. sæti.

Þjóðverjar draga notkun kjarnorku

Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi.

Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu

300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs.

Sjá næstu 50 fréttir