Erlent

Taldir hafa flegið ungan dreng

Tveir menn hafa verið handteknir í Tansaníu grunaðir um að hafa myrt 9 ára gamlan dreng og selt húðina af honum fyrir 18 dollara. Húðin var notuð í lukkugripi sem þarlendur töframaður bjó til. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir að mennirnir lentu í háværu rifrildi þar sem annar þeirra sakaði hinn um að ætla að drepa sig og flá. Þetta er ekki fyrsta morð sinnar tegundar sem upp kemst í Tansaníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×