Erlent

Íranar búi brátt yfir tækni

Íranar munu búa yfir tækniþekkingu til að smíða kjarnorkusprengju innan sex til níu mánaða. Þetta sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, í útvarpsviðtali í Ísrael í dag. Ísraelar, sem talið er að eigi um 200 kjarnorkusprengjur, óttast mjög að Íranar komist sér upp kjarnavopnum því þeir eru mjög andvígir Ísraelsríki. Yfirlýsingar Shaloms koma í kjölfar frétta af því að fulltrúum Evrópusambandsins gangi illa að fá Írana ofan af kjarnorkuáætlun landsins. Áætlunin hefur valdið miklum deilum þar sem Bandaríkjamenn halda því fram að Íranar hyggist koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segjasta aðeins ætla nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar hótað því að fara með málið ásamt Bandaríkjamönnum fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði Íranar ekki samvinnuþýðari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×