Erlent

Níu látnir í mótmælum í Afganistan

Að minnsta kosti níu manns hafa látist í mótmælum í Afganistan í dag, en mótmælendur fóru út á götur fjórða daginn í röð í kjölfar frétta af því að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn í fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu þar sem hundruð Afgana eru í haldi. Fréttir berast af átökum milli mótmælenda og hers og lögreglu víða í landinu, en mótmælin hófust í kjölfar föstudagsbæna múslíma. Alls hafa 17 látist í mótmælunum síðustu þrjá daga og fjölmargir eru sárir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×