Erlent

Khodorkovskí á von á fleiri ákærum

Saksóknarar í Rússlandi segja nýjar ákærur á hendur auðkýfingnum Míkhaíl Khodorkovskí væntanlegar. Khodorkovskí bíður nú dóms vegna skattaundanskots og fjárdráttar. Dóms í því máli er að vænta á mánudaginn kemur en saksóknarar hafa farið fram á  tíu ára fangelsisdóm. Talsmaður saksóknara vildi ekki tjá sig um nýja málið eða hvort að það tengist rannsókn á meintu peningaþvætti. Hann sagði þó liggja fyrir að Khodorkovskí hefði með ólöglegum hætti flutt peninga úr landi á árunum 2000 til 2003. Almennt er litið svo á að ein meginástæða málarekstursins á hendur Khodorkovskí sé andúð Pútíns forseta á honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×