Erlent

Sjö látnir í mótmælum í Afganistan

Alls hafa sjö manns látist og nærri 80 slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í Afganistan undanfarna daga. Eftir að það kvisaðist út að fangaverðir í herstöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu hefðu vanhelgað Kóraninn hefur gríðarleg reiði brotist út í Afganistan og fólk mótmælt á götum úti. Bandaríkjastjórn hefur heitið því að láta rannsaka hvort það sé rétt að fangaverðirnir hafi í raun og veru vanhelgað Kóraninn fyrir framan íslamska fanga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×