Erlent

Uppsagnir hjá norska Dagblaðinu

Miklar sviptingar eru nú á norskum blaðamarkaði og fyrir helgi tilkynnti stjórn Dagblaðsins, eins stærsta síðdegisblaðsins, að segja yrði upp 89 manns vegna mikils taps á rekstri blaðsins.  Þarf blaðið að skera niður útgjöld um einn milljarð íslenskra króna fram til 2007. Dagblaðsins var daglega prentað í ríflega 183 þúsund eintökum á síðasta ári en sala á blaðinu hefur dregist saman um meira en tuttugu þúsund eintök það sem af er þessu ári. Hluti sparnaðaraðgerða felst í því að loka öllum útibúum blaðsins utan Oslóar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×