Erlent

Meirihluti fylgjandi stjórnarskrá

Naumur meirihluti Frakka hyggst samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem birt var í dag. Hún var gerð fyrir dagblaðið Le Monde, RTL-útvarpsstöðina og sjónvarpsstöðina LCI. Samkvæmt henni ætla 52 prósent aðspurðra að haka við já á kjörseðlinum 29. maí næstkomandi en 48 prósent segjast munu hafna stjórnarskránni. Svo virðist sem fleiri vinstrimenn séu að hallast að ágæti stjórnarskrárinnar en allar aðildarþjóðir ESB verða að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. Í mars og apríl bentu flestar skoðanakannanir til þess að Frakkar myndu hafna stjórnarskránni en nú virðist fylgi við hana sem sagt vera að aukast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×