Erlent

Fjöldamorðingi dæmdur í Lettlandi

Dómstóll í Ríga, höfuðborg Lettlands, dæmdi í vikunni mann í lífstíðarfangelsi fyrir morð á 13 manns. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa myrt alls 38 manns en var dæmdur fyrir 13 morð og fjölmargar morðtilraunir. Aukinheldur var hann dæmdur fyrir mörg rán en flest morðin framdi hann þegar hann reyndi að ræna fórnarlömbin. Þau voru aðallega eldri konur og kyrkti hann þær yfirleitt. Þetta eru verstu fjöldamorð einstaklings í sögu Lettlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×