Erlent

Danir vilja draga úr gosþambi

Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosdrykkjum á viku. Heilbrigðisyfirvöld telja þetta mikilvægt skref í baráttunni gegn gegndarlausu gosdrykkjaþambi danskra barna og unglinga. Kannanir sýna að 80 af hundraði þeirra neyta sykurs í óhófi og megnið af honum innbyrða þau gegnum gosdrykki. Til samanburðar sýna kannanir að íslenskir unglingar á aldrinum 15-19 ára drekka að meðaltali hálfan lítra af gosi á dag!



Fleiri fréttir

Sjá meira


×