Erlent

Ákærður fyrir að misnota drengi

Saksóknari í Danmörku hefur krafist þess að Flemming Oppfeldt, fyrrum þingmanni Venstre, verði bannað að umgangast börn undir 18 ára aldri. Oppfeldt er ákærður fyrir kynferðislegt samneyti við tvo drengi yngri en 15 ára. Hann var sviptur þinghelgi í október í fyrra í kjölfar ásakana um að hafa misnotað drengina og handtekinn í kjölfarið. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan drengjanna. Sá er 13 ára en Oppfeldt segir hann hafa sagst vera 15 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×