Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 14:13 Sanna Magdalena Mörtudóttir var í liði með Gunnari Smára Egilssyni sem varð undir á hitafundi sósíalista í vor. Síðan þá hefur hún sagt sig úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en setið áfram sem borgarfulltrúi hans í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Anton Brink Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira