Fleiri fréttir

Kalla sendiherra sinn heim

Yfirvöld í Líbanon segja yfirgnæfandi líkur á að morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrradag hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkjamenn kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim í kjölfar árásarinnar.

Snarpur skjálfti nærri Tókýó

Tuttugu og átta manns slösuðust í jarðskjálfta upp á 5,4 á Richter sem varð í grennd við Tókýó snemma í morgun. Engar alvarlegar skemmdir urðu í skjálftanum en nokkur truflun varð á lestarsamgöngum og hlutir féllu úr hillum í verslunum og heimahúsum.

Þúsundir á götum Beirútar

Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga.

Langfleygasta farþegavél heims

Flugrisinn Boeing afhjúpuðu í gær langfleygustu farþegaflugvél í heimi. Vélin getur ferðast á milli nánast hvaða tveggja borga sem er í heiminum, án þess að millilenda. Þannig verður hægt að ferðast í beinu tuttugu tíma flugi á milli New York og Sidney í Ástralíu svo að dæmi sé tekið.

Smástirni fer nærri Jörðu

Föstudagurinn þrettándi verður ekki óhappadagur í apríl árið 2029. Þá mun smástirni á stærð við þrjá knattspyrnuvelli fara mjög nærri Jörðinni, án þess þó að rekast á hana. Þetta er mat stjörnufræðinga í Bretlandi.

Munu brátt geta smíðað kjarnavopn

Ísraelsstjórn heldur því fram að aðeins sé hálft ár þar til stjórnvöld í Íran verði búin að koma sér upp allri þeirri þekkingu sem þau skortir nú til að smíða kjarnorkuvopn.

Barnið komið til foreldra sinna

Litla kraftaverkabarnið frá Srí Lanka, sem fannst undir braki skömmu eftir að flóðbylgjan gekk þar á land annan dag jóla, hefur nú loks fengið að fara til foreldra sinna. Níu pör sögðust vera foreldrar barnsins en nú hefur verið skorið úr um málið með DNA-prófi.

Danskur ráðherra segir af sér

Ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku sagði af sér í morgun vegna eigin peningavandræða. Ráðherranum, Henriette Kjær, og eiginmanni hennar hafði margoft verið fyrirskipað af dómstóli í Kaupmannahöfn að borga upp vangreitt lán fyrir húsgagnakaupum upp á rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur, en aldrei farið eftir því.

Blaðakonan biður sér griða

Ræningjar ítölsku blaðakonunnar Giuliöna Sgrena hafa sent frá sér myndband þar sem hún biður sér griða. Sgrena, sem er fimmtíu og sjö ára blaðamaður á ítalska dagblaðinu Il Manifesto, var rænt í Bagdad í byrjun febrúar.

Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið

Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni.

Skaut sprengju nærri kjarnorkuveri

Óþekkt flugvél skaut sprengju á autt svæði utan við borgina Dailam í suðurhluta Írans fyrir stundu. Kjarnorkuver er staðsett skammt frá staðnum þar sem sprengjan lenti en frekari upplýsingar um sprenginguna liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Íranar og Sýrlendingar samstíga

Íranar og Sýrlendingar ætla að mynda bandalag gegn hverjum þeim sem ógnar þjóðunum tveimur. Bandaríkjamenn hafa undanfarið lýst yfir óánægju með stjórnarhætti í löndunum og er talið að yfirlýsingin nú sé andsvar þjóðanna við ummælum Bandaríkjamanna undanfarið.

Óvíst um orsök sprengingarinnar

Allt er enn á huldu um sprengingu sem greint var frá að hefði orðið nálægt kjarnorkuveri í Íran í morgun. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans.

Bandaríkjamenn segjast saklausir

Embættismaður í Íran sagði á fjórða tímanum að ástæða sprengingar sem varð í landinu fyrr í dag sé sú að verið sé að byggja stíflu á svæðinu. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Bandaríkjamenn segjast hvergi hafa komið þarna nærri.

Leita til alþjóðasamfélagsins

Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því.

Rússar selja Sýrlendingum vopn

Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum.

Páfinn við hestaheilsu

Læknirinn sem hlúði að Jóhannesi Páli páfa II segir páfann hafa verið fljótari að ná fullum bata en hann hafi búist við. Páfinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr í mánuðinum vegna öndunarerfiðleika.

Hætta á hlutar háhýsis hrynji

Slökkviliðsmenn og matsmenn fóru í fyrsta skiptið í gær inn í Windsor háhýsið sem brann í miðborg Madrídar á laugardaginn. Matsmennirnir segja töluverða hættu á að hlutar hússins, sem er 32 hæðir, geti hrunið.

Nunna myrt í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hafa sent tvö þúsund hermenn til bæjarins Anapa í Amazon-frumskóginum. Komið hefur til átaka milli fátækra bænda og skógarhöggsmanna við bæinn og eiga hermennirnir að reyna að stilla til friðar.

Blóði drifin saga

Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu

Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn

Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar.

Hundruð þúsunda við útförina

Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum.

Mafíósi handtekinn

Tíu ára löngum flótta mafíuforingjans Gregorio Bellocco undan réttlætinu lauk aðfaranótt miðvikudags þegar ítalska lögreglan hafði hendur í hári hans.

Fengu hundaæði með líffærunum

Fjöldi þýskra sjúklinga fékk líffæri úr konu sem talið er að hafi verið smituð af hundaæði. Þrír sjúklinganna eru alvarlega veikir af þessum sökum að sögn stofnunarinnar sem hefur yfirumsjón með líffæragjöfum og -ígræðslum.

Mynda varnarbandalag

Tvö þeirra ríkja sem bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt hvað harðast ákváðu í gær að bregðast sameiginlega við utanaðkomandi ógnum. Íranar eru í vanda vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og Sýrlendingar vegna morðsins á Rafik Hariri. </font /></b />

Sagði af sér vegna gúmmítékka

Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu.

Eiffelturninn var skotmark

Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi.

Einkavæðing sætir rannsókn

Ríkissaksóknari Úkraínu mun rannsaka sölu 3.000 ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd í valdatíð Leóníds Kútsjma, fyrrverandi forseta. Spurningar hafa vaknað um einkavæðingu margra ríkisfyrirtæki sem voru seld á mun lægra verði en búist var við.

Dreginn fyrir dómara

Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka.

Hitnar undir Joschka Fischer

Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi.

Stríðinu er lokið

Eftir vel heppnaðan fund Abbas, leiðtoga Palestínumanna, og Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ríkir bjartsýni um að friður sé í sjónmáli. Í viðtali um helgina sagði Abbas að stríðinu við Ísrael væri lokið. </font /></b />

Vélað um völdin

Miklar þreifingar fara nú fram í Írak um samsetningu þingmeirihluta en endanleg úrslit kosninganna urðu ljós í fyrradag. Sameinuðum flokki sjía mistókst að ná hreinum meirihluta eins og honum hafði verið spáð og því verður hann að mynda bandalag með öðrum flokkum á stjórnlagaþinginu sem senn tekur til starfa.

Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys

Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar.

Rafik Hariri ráðinn af dögum

Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons.

Kennslukona giftist nemanda sínum

Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk.

Nýtt illvígt afbrigði HIV veiru

Læknar í New York hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-veirunni sem engin lyf vinna á. Þeir sem fá veiruna virðast veikjast mun fyrr af alnæmi en hinir sem smitast af hefðbundnum stofni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum tíðindum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.

Bush boðar hörku

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra.

Rauði Ken hneykslar gyðinga

Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði.

Heitasta árið framundan

Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b />

Óttast frekari árásir í Líbanon

Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik.

Íslendingur í haldi í Sómalíu

Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn.

Hótað að myrða nemendur

Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann.

Mikið manntjón í eldsvoða

Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing.

Hálf milljón kemst ekki til vinnu

Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega.

Yfir 200 létust í námuslysi í Kína

Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir