Erlent

Langfleygasta farþegavél heims

Flugrisinn Boeing afhjúpuðu í gær langfleygustu farþegaflugvél í heimi. Vélin getur ferðast á milli nánast hvaða tveggja borga sem er í heiminum, án þess að millilenda. Þannig verður hægt að ferðast í beinu tuttugu tíma flugi á milli New York og Sidney í Ástralíu svo að dæmi sé tekið. Vélin kemst meira en 17 þúsund kílómetra án þess að lenda og getur borið allt að þrjú hundruð farþega. Sérfræðingar búast við að Boeing muni selja um þrjú hundruð vélar af þessu tagi á næstu tveim áratugum, auk tvö hundruð fraktflugvéla af sömu gerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×