Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið 16. febrúar 2005 00:01 Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni. Líkkista Hariris var borin um þriggja kílómetra leið frá heimili hans og að ókláraðri mosku sem hann hafði átt stóran þátt í að fjármagna og þar voru jarðneskar leifar hans grafnar. Alls létust fimmtán manns í sprengjuárásinni í Beirút á mánudag, auk árásarmannsins. Grunur leikur á að stjórnvöld í Sýrlandi beri að einhverju leyti ábyrgð á þessari árás þó erfitt sé að sannreyna það og Sýrlandsstjórn hafi þverneitað allri aðild. Ástæða þess að grunur fellur á Sýrlandsstjórn er að Hariri hafði opinberlega gagnrýnt ítök hennar í Líbanon og krafist þess að sýrlenskir hermenn yrðu kallaðir út úr landinu. Sýrlandsstjórn hefur lengi litið á Líbanon sem sinn bakgarð og áskilið sér rétt til að fara sínu fram í landinu. Íbúar í Líbanon höfðu lítið við það að athuga í upphafi enda áttu sýrlensk stjórnvöld sinn þátt í því að binda enda á blóðuga borgarastyrjöld í landinu. Upp á síðkastið hefur andstaðan hins vegar aukist og æ fleiri Líbanar krefjast þess nú að fá að stýra sínum málum sjálfir óáreittir. Morðárásin á Hariri hefur hleypt illu blóði í fólk sem sér fingraför Sýrlandsstjórnar á árásinni. Bandaríkjastjórn er sama sinnis og hefur kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim. Þá hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Sýrlandsstjórn til að draga hersveitir sínar, alls fjórtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni. Líkkista Hariris var borin um þriggja kílómetra leið frá heimili hans og að ókláraðri mosku sem hann hafði átt stóran þátt í að fjármagna og þar voru jarðneskar leifar hans grafnar. Alls létust fimmtán manns í sprengjuárásinni í Beirút á mánudag, auk árásarmannsins. Grunur leikur á að stjórnvöld í Sýrlandi beri að einhverju leyti ábyrgð á þessari árás þó erfitt sé að sannreyna það og Sýrlandsstjórn hafi þverneitað allri aðild. Ástæða þess að grunur fellur á Sýrlandsstjórn er að Hariri hafði opinberlega gagnrýnt ítök hennar í Líbanon og krafist þess að sýrlenskir hermenn yrðu kallaðir út úr landinu. Sýrlandsstjórn hefur lengi litið á Líbanon sem sinn bakgarð og áskilið sér rétt til að fara sínu fram í landinu. Íbúar í Líbanon höfðu lítið við það að athuga í upphafi enda áttu sýrlensk stjórnvöld sinn þátt í því að binda enda á blóðuga borgarastyrjöld í landinu. Upp á síðkastið hefur andstaðan hins vegar aukist og æ fleiri Líbanar krefjast þess nú að fá að stýra sínum málum sjálfir óáreittir. Morðárásin á Hariri hefur hleypt illu blóði í fólk sem sér fingraför Sýrlandsstjórnar á árásinni. Bandaríkjastjórn er sama sinnis og hefur kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim. Þá hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Sýrlandsstjórn til að draga hersveitir sínar, alls fjórtán þúsund hermenn, út úr Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira