Erlent

Hætta á hlutar háhýsis hrynji

Slökkviliðsmenn og matsmenn fóru í fyrsta skiptið í gær inn í Windsor háhýsið sem brann í miðborg Madrídar á laugardaginn. Matsmennirnir segja töluverða hættu á að hlutar hússins, sem er 32 hæðir, geti hrunið. Meginhluti byggingarinnar mun þó vera nokkuð stöðugur og því ólíklegt að það hrynji allt til grunna. Borgaryfirvöld hafa tilkynnt að húsið verði rifið niður í áföngum enda er það gjörónýtt. Sólarhring tók að slökkva eldinn um síðustu helgi og segja slökkviliðsmenn að þegar eldurinn var hvað mestur hafi hitinn í húsinu verið um 800 gráður á celsius.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×