Erlent

Mafíósi handtekinn

Tíu ára löngum flótta mafíuforingjans Gregorio Bellocco undan réttlætinu lauk aðfaranótt miðvikudags þegar ítalska lögreglan hafði hendur í hári hans. Bellocco var einn helsti stjórnandi 'ndgrangheta-mafíunnar í Reggio Calabria-héraði sem er mikilvirkasti innflytjandi og seljandi fíkniefna í Ítalíu. Hans bíður nú löng vist í fangelsi því hann á eftir að afplána fjölda dóma, þeirra á meðal lífstíðardóm fyrir morð. Bellocco var einn af þeim 30 glæpamönnum sem ítölsk yfirvöld lögðu mesta áherslu á að koma höndum yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×