Erlent

Smástirni fer nærri Jörðu

Föstudagurinn þrettándi verður ekki óhappadagur í apríl árið 2029. Þá mun smástirni á stærð við þrjá knattspyrnuvelli fara mjög nærri Jörðinni, án þess þó að rekast á hana. Þetta er mat stjörnufræðinga í Bretlandi. Stirnið mun fara hjá 40 um þúsund kílómetrum frá Jörðu og verður þá sýnilegt án sjónauka víða um Jörðina. Aðeins tvisvar sinnum áður hafa smástirni farið nær Jörðinni og í báðum tilvikum voru þau mun minni en það sem hér um ræðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×