Fleiri fréttir

Ánægjulegir endurfundir

Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný.

Annar maður með nýtt HIV-afbrigði?

Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York.

Einn lést í sprengingu í Írak

Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum.

Kreppa og reiði í stað friðar

Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði.

Sökk undan ströndum Sómalíu

Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt.

Þjóðin syrgir látinn leiðtoga

Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon.

60 manns fórust í moskubruna

Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar.

Leitað að námumönnum á lífi

Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa.

Aukafjárveiting vegna hamfara

Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu.

Ósakhæf vegna geðveilu

Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi.

Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot

Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi.

Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon

Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær.

Sakfelldir fyrir kynlífsþrælkun

Átta menn voru dæmdir í fangelsi í héraðsdómi í Osló í dag fyrir að hafa haft tvær konur frá Rússlandi og Litháen í kynlífsþrælkun. Konurnar voru neyddar til að stunda vændi í Osló og haldið sem þrælum. Höfuðpaurinn sem er frá Georgíu fékk ellefu ára fangelsisdóm fyrir mannrán og þrælahald og yngri bróðir hans fjögurra og hálfs árs dóm.

Tónlist hlaðin niður í farsíma

Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður.

Hryðjuverk eða samsæri?

Hryðjuverk eða samsæri leyniþjónusta er spurningin sem brennur á íbúum Líbanons í dag. Reiði og tortryggni ríkir vegna morðsins á fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi

Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess.

Tveir skotnir til bana

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela.

Skoða aðstæður fyrir friðargæslu

Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug.

Deila um vegatálma

Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar.

Ísrael á krossgötum

Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans.

Skatturinn rannsakar Pinochet

Skattayfirvöld í Chile hafa sett aukinn kraft í rannsókn á skattamálum Augusto Pinochet, fyrrum forseta landsins. Skattayfirvöld hyggjast fara í gegnum skattframtal Pinochet síðustu tuttugu árin til að rannsaka hvort hann hafi svikið undan skatti.

Drukkin af munnskoli

Bandarísk kona var dæmd til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Konan viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum og sagði það vegna þess að hún hefði drukkið þrjú glös af munnskoli sem inniheldur áfengi. Áfengismagn munnskolsins sem konan notaði, Listerine, er 26,9 prósent.

Uppreisn gegn aðbúnaði

Á þriðja hundrað fangar í fangelsi í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, gerðu uppreisn gegn slæmum aðstæðum í fangelsinu og kröfðust þess að fangelsisstjóranum yrði vikið úr starfi.

Læknir þykir líklegastur

Ibrahim al-Jaafari, læknir sem vann stærstan hluta starfsævi sinnar í London, þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Íraks. Adel Abdul Mahdi, annar maður sem þótti líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, dró sig í hlé í gær.

Al-Kaída enn stórhættuleg

Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás.

Sannfærður um að deilum sé lokið

Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn.

Stjórnmálamanni rænt í Írak

Mannræningjar í Írak rændu í gær yfirmanni kristinnar stjórnmálahreyfingar í landinu. Maðurinn var á leið í höfuðstöðvar flokksins þegar honum var rænt. Sjónvarpsstöðin Al-Arabya greindi frá þessu í gær.

Setja á fót norræna sjónvarpsstöð

Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti.

Norður-Kórea ekki kjarnorkuveldi

Það er ekki tímabært að líta á Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Norður-Kóreumanna um að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þetta sagði sameiningarráðherra Suður-Kóreu í morgun. Hann segir að hvorki hafi verið staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnorkuvopn né að þau hafi verið prófuð, ef þau séu fyrir hendi sannanlega.

Foreldrar barns 81 fundnir

Búið er að finna rétta foreldra barns 81 sem fannst á lífi í rústum í kjölfar hamfaranna í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Níu konur sögðust vera mæður barnsins og þar sem ekki var hægt að sanna eitt né neitt var gripið til þess ráðs að gera DNA-próf. Nú hefur hið sanna komið í ljós en foreldrarnir þurfa þó að bíða í tvo daga til viðbótar uns þeir fá barnið afhent.

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum.

Mannskæð flóð í Kólumbíu

Neyðarástand ríkir nú í norðurhluta Kólumbíu þar sem meira en tuttugu manns hafa látið lífið í miklum flóðum. Flóðin hafa jafnað meira en fimm þúsund hús við jörðu og 25 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Gríðarlegar rigningar hafa verið víða í Kólumbíu síðan á föstudaginn en að sögn veðurfræðinga er útlit fyrir að þeim muni brátt linna.

Réðst vopnaður inn í barnaskóla

Einn maður lést og tveir særðust þegar sautján ára piltur vopnaður hnífi réðst inn í barnaskóla í borginni Osaka í Japan. Engin börn slösuðust og hefur maðurinn verið handtekinn. Atvikið vekur upp minningar um morð á átta börnum í leikskóla í Japan fyrir fjórum árum. Árásarmaðurinn þá, sem var einnig vopnaður hnífi, var tekinn af lífi fyrir verknaðinn fyrir hálfu ári.

Vill þjóðarsátt um ríkisstjórn

Lykilmaður innan hreyfingar sjíta segir að ný ríkisstjórn í landinu verði ekki mynduð nema um hana ríki þjóðarsátt. Líklegt er talið að sjítar, sem hlutu nærri helming atkvæða í kosningunum 30. janúar, muni mynda samsteypustjórn með bandalagi Kúrda eða flokki Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar.

Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk

Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna.

Kostnaður meiri en aflaverðmæti

Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið.

Særður eftir árás á hermann

Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu.

Vill endurskoða starf innan NATO

Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu.

Vill auka vægi ESB innan NATO

Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn.

Sögð leggja grunn að árás á Íran

Stríðstólin sveima yfir Íran, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla, sem segja stjórnvöld í Washington leggja grunninn að innrás.

Öflug sprenging í Beirút

Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust í öflugri sprengingu í Beirút í Líbanon fyrir stundu. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons ók þar fram hjá. Nokkrir bílanna lentu í sprengingunni, sem var mjög öflug, en óljóst er um örlög forsætisráðherrans fyrrverandi.

Engin lyf duga á HIV-afbrigðið

Bráðsmitandi afbrigði HIV-veirunnar hefur fundist í Bandaríkjunum. Engin lyf virðast duga á þetta afbrigði, sem dregur menn til dauða á mun skemmri tíma en hingað til hefur sést.

Hariri lést í sprengingu í Beirút

Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá.

Lestarslys í Kaupmannahöfn

Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir.

Býður eftirlitsmenn velkomna

Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn.

Sjá næstu 50 fréttir