Erlent

Fengu hundaæði með líffærunum

Fjöldi þýskra sjúklinga fékk líffæri úr konu sem talið er að hafi verið smituð af hundaæði. Þrír sjúklinganna eru alvarlega veikir af þessum sökum að sögn stofnunarinnar sem hefur yfirumsjón með líffæragjöfum og -ígræðslum. Litlar upplýsingar var að hafa um konuna og hvernig hún smitaðist af hundaæði, hún mun ekki hafa verið með nein einkenni sjúkdómsins þegar hún lést og því vöknuðu grunsemdir manna ekki fyrr en síðar. Hundaæði er sjaldgæft þar sem velferð ríkir en árlega látast þúsundir af völdum hundaæðis í vanþróuðum ríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×