Erlent

Barnið komið til foreldra sinna

Litla kraftaverkabarnið frá Srí Lanka, sem fannst undir braki skömmu eftir að flóðbylgjan gekk þar á land annan dag jóla, hefur nú loks fengið að fara til foreldra sinna. Níu pör sögðust vera foreldrar barnsins en eftir að búið var að gera DNA-próf kom í ljós að þau hjón sem höfðu hvað ákafast gert tilkall til litla drengsins voru í raun og sanni foreldrar hans. Þau fengu loks að fara með hann heim í dag. Drengurinn hefur í fjölmiðlum fengið viðurnefnið „Barn 81“ því hann var númer 81 í röðinni af þeim sjúklingum sem lagðir voru inn á sjúkrahús í kjölfar hamfaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×