Erlent

Páfinn við hestaheilsu

Læknirinn sem hlúði að Jóhannesi Páli páfa II segir páfann hafa verið fljótari að ná fullum bata en hann hafi búist við. Páfinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr í mánuðinum vegna öndunarerfiðleika. Getgátur hafa verið um að páfinn hafi verið veikari en svo að aðeins hafi verið um öndunarerfiðleika að ræða. Rodolfo Proietti læknir þvertekur fyrir það og segir páfann vera við mjög góða heilsu miðað við aldur. Páfinn verður 85 ára gamall í maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×