Erlent

Nunna myrt í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hafa sent tvö þúsund hermenn til bæjarins Anapa í Amazon-frumskóginum. Komið hefur til átaka milli fátækra bænda og skógarhöggsmanna við bæinn og eiga hermennirnir að reyna að stilla til friðar. Bandarísk nunna, sem barðist fyrir verndun skógarins, var skotin til bana um síðustu helgi. Þegar hún var borin til grafar kom aftur til átaka og var formaður verkalýðsfélags bænda á staðnum skotinn til bana. Lögreglan leitar nú ódæðismannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×