Fleiri fréttir

Kviðdómsval frá helvíti

Lögmenn og saksóknarar sem þurftu að velja fólk í kviðdóm vegna líkamsárásar í hjólhýsabyggð í Tennessee segjast aldrei hafa lent í öðru eins. Fólkið sem þeir gátu valið úr voru hvert öðru sérstakara og varð verjandanum Leslie Ballin það á að kalla þetta kviðdómsvalið frá helvíti.

Ofbeldið færist enn í aukana

Í það minnsta 26 manns létust í fjórum sprengjuárásum sem gerðar voru á einni og hálfri klukkustund í og við Bagdad í gær. Þá létust tveir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í árás vígamanna og hollenskir hermenn skutu íraskan bílstjóra til bana eftir að hann stöðvaði bifreið sína ekki við vegatálma.

Vígamenn helsta þolraun Íslams

Ungir menn sem eru lokkaðir til vígaferla eru helsta þolraun Íslams, sagði Sheik Abdul-Aziz al-Sheik, æðsti klerkur Sádi-Arabíu þegar hann ávarpaði hluta þeirra tveggja milljóna múslima sem lögðu leið sína til Arafatsfjalls í Sádi-Arabíu í pílagrímsför við upphaf Hajj trúarhátíðar múslima.

Spænskir kaþólikkar vilja smokkinn

Kaþólska kirkjan á Spáni hefur kúvent í afstöðu sinni til smokka og er nú samþykk því að fólk noti þá til að verja sig gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Þetta er þvert á afstöðu Jóhannesar Páls páfa II, æðsta yfirmanns kaþólsku kirkjunnar, sem er alfarið andvígur notkun smokka.

225 þúsund látin

Ljóst er orðið að minnst 225 þúsund manns létu lífið af völdum flóðbylgjunnar í Asíu. Hún er því orðin að næst mannskæðustu náttúruhamförum í rúma öld. Óttast að enn verr geti farið ef náttúruhamfarir verða í stærstu borgum heims. </font /></b />

Stuðningur Finna lítill

Fyrrum forsætisráðherra Eistlands, Edgar Savisaar, gagnrýnir Finna í nýútkominni minningabók sinni fyrir að styðja land sitt ekki nægjanlega til sjálfstæðis.

Komin mynd á utanríkisstefnu BNA

Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna útnefnir sex lönd sem vígi helstu harðstjórna heimsins og telur að Bandaríkin þurfi að beina sjónum sínum þangað. Yfirlýsingin þykir gefa allgóða vísbendingu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna næstu fjögur árin.

Milljónamæringur týndur

Forstjóra og eins af erfingjum sænsku raftækjaverslanakeðjunnar Siba, hins 32 ára margmilljónamærings Fabians Bengtsson, er saknað og óttast lögreglan í Gautaborg að honum hafi verið rænt. Þó hefur ekki komið fram krafa um lausnargjald. 

Mikla olíu að finna

Norska olíufyrirtækið Statoil heldur því fram að olíu sem sé rúmlega 27 milljarða króna virði sé að finna í Barentshafi. Eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Politiken gera Rússar kröfur til hluta af olíulindunum.

Lóan fauk til Noregs

Vorboðinn kom óvenjusnemma til Noregs í ár, en það sást til fyrstu lóunnar síðasta laugardag á suðvesturströnd landsins. Daginn eftir sást svo til stórs hóps af lóum, auk þess sem nokkrir spóar voru á stjá.

Sænskum milljónamæringi rænt

Einum af ríkustu mönnum Svíþjóðar, Fabian Bengtsson, var rænt í Gautaborg í gær. Bengtsson er eigandi stærstu rafeindaverslanakeðju Svíþjóðar og ekkert hefur til hans spurst frá því hann yfirgaf íbúð sína á leið til vinnu í gær.

Stærsti ísjaki jarðarinnar

Vísindamenn fylgjast spenntir með stærsta ísjaka jarðarinnar sem hefur verið á hraðri siglingu við Suðurskautslandið. Ísjakinn er 160 kílómetra langur og inniheldur samsvarandi vatnsmagn og rennur um ána Níl í Egyptalandi á áttatíu árum. Ein afleiðing þessa ferðalags jakans er að 3000 mörgæsir þurfa að fara um 180 kílómetra hjáleið heim í hreiðrin með mat fyrir ungana sína.

Bretar fyrir rétti vegna pyntinga

Írakar, sem sátu í varðhaldi breskra hermanna, meðal annars fyrir að hafa stolið mat handa fjölskyldum sínum, voru barðir og niðurlægðir á ýmsan máta. Ljósmyndir sem þykja sanna þetta hafa verið lagðar fram í réttarhöldum sem nú standa yfir í Bretlandi yfir þremur breskum hermönnum.

Tala látinna hækkaði um 60 þúsund

Tala þeirra sem létust í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu hækkaði snarlega um 60 þúsund manns í dag þegar yfirvöld í Indónesíu uppfærðu skýrslur sínar og þeir, sem áður var saknað, voru taldir af. Fjöldinn nemur alls rúmum 225 þúsundum. Lífið á hamfarasvæðunum verður aldrei samt eins og Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að þegar hann heimsótti lítið sjávarþorp á Srí Lanka.

Ísraelar ræða við Abbas

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, aflétti í gær samskiptabanni við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Í kjölfarið funduðu yfirmenn öryggismála Ísraels og Palestínu um það hvernig hægt væri að sporna við auknu ofbeldi á svæðinu. 

Rændu erkibiskupi í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu í gærkvöldi erkibiskupi sýrlenska arms kaþólsku kirkjunnar. Hinn 66 ára gamli Basile Casmoussa hefur verið yfirmaður sýrlenska hluta kaþólsku krikjunnar í Írak undanfarin sex ár. Hann var á gangi utan við kirkju sína í borginni Mósúl í gær þegar hann var numinn á brott.

Segja að boðað verði til kosninga

Danskir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur búast fastlega við því að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni tilkynna um kosningar í landinu á blaðamannafundi sem boðað er til klukkan hálfellefu að íslenskum tíma.

Segist ekki undirbúa árás á Íran

George Bush Bandaríkjaforseti neitar því að verið sé að undirbúa innrás inn í Íran eins og Seymour Hersh, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna heldur fram. Hersh, sem meðal annars kom upp um pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í fyrra, segir fjölmarga erindreka innan hersins og leyniþjónustunnar fullyrða að undirbúningur að innrás sé þegar hafinn.

52% telja innrásina í Írak mistök

Fimmtíu og tvö prósent Bandaríkjamanna telja innrásina í Írak mistök, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, sjónvarpsstöðvarinnar CNN og dagblaðsins USA Today. Fjöldi þeirra sem andsnúnir eru innrásinni hefur aukist frá því í nóvember, þegar viðhorf Bandaríkjamanna til málsins var kannað síðast.

300 milljónir safnast í útvarpi

Meira en þrjú hundruð milljónir söfnuðust í maraþonútvarpsþætti sem til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu sem sendur var út í Bretlandi í gær. Þættinum var útvarpað á 270 útvarpsstöðvum samtímis og stóð yfir í rúmar sex klukkustundir.

Vilja banna hakakross í löndum ESB

Uppátæki Harrys Bretaprins í síðustu viku kann að draga dilk á eftir sér, en prinsinn sást sem kunnugt er bera hakakross í afmæli. Nú vilja þýskir þingmenn á Evrópuþinginu að það verði gert refsivert innan landa Evrópusambandsins að bera merki nasista á almanafæri. Þeir hafa beðið um að málið verði tekið fyrir á ráðherrafundi sambandsins í næstu viku.

Norski herinn fram úr fjárlögum

Varnarmálaráðherra Noregs, Kristin Krohn Devold, er enn og aftur í slæmum málum. Annað árið í röð fer herinn langt fram úr fjárhagsáætlun. Rúman milljarð norskra króna vantar upp á að endar nái saman núna.

Landamærum Íraks lokað í kosningum

Landamærum Íraks verður lokað fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara í lok þessa mánaðar. Að auki verður umferð við kosningamiðstöðvar bönnuð til að draga úr líkum á árásum, en í morgun var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á kosningamiðstöð stjórnmálaflokks sjíta. Þar fórst einn og sjö særðust.

Kosið í Danmörku 8. febrúar

Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnir nú í hádeginu að þingkosningar verði haldnar í landinu eftir þrjár vikur, þann 8. febrúar, mörgum mánuðum fyrir lok kjörtímabilsins. Ástæðan er sögð sú að skoðanakannanir séu forsætisráðherranum hagstæðar.

Kosningar gætu valdið klofningi

Vonir standa til þess að kosningarnar í Írak verði skref í átt að tilurð frjáls lýðræðisríkis á svæðinu en svo virðist sem þær gætu valdið klofningi frekar en öðru. Árásir á stjórnmálaflokka valda ótta og ringulreið.

Krefjast lausnar Fischers

Lögmenn Bobbys Fischers hyggjast krefjast þess fyrir dómi að honum verði sleppt úr japönsku fangelsi þegar í stað svo að hann geti haldið hingað til lands. Japönsk yfirvöld hafa enn sem komið er ekki tekið neina afstöðu til þess hvort að Fischer má þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um hæli hér á landi.

Flugskeytum skotið að byggð á Gaza

Palestínskir skæruliðar skutu flugskeytum að landnemabyggð gyðinga á Gaza-ströndinni í morgun, aðeins nokkrum stundum áður en Mahmoud Abbas, nýr forseti Palestínumanna, mætti þangað til að mæla fyrir nýju vopnahléi. Abbas vonast til þess að slíkt vopnahlé geti liðkað fyrir friðarviðræðum við Ísraelsmenn.

Stærsta farþegaþota heims kynnt

Airbus-verksmiðjurnar kynntu í morgun stærstu farþegaþotu sögunnar við mikla athöfn í Tolouse í Frakklandi. Þotan tekur 555 farþega og er sögð svar Evrópumanna við hinni bandarísku Boeing 747.

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter skók japönsku eyjuna Hokkaido rétt upp úr klukkan tvö, en hann er talinn eiga uppptök sín um 50 kílómetra suðaustur af eyjunni. Ekki hefur verið gefin út viðvörun um flóðbygju vegna hans og engar fréttir hafa borist um mann- eða eignatjón. Jörð hefur skolfið með reglulegu millibili í Japan undanfarna mánuði en sem betur hefur manntjón verið lítið.

Segir Berlusconi slakan stjórnanda

Francesco Rutelli, sem verður aðalandstæðingur Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, í þingkosningu á næsta ári, segir að Berlusconi sé jafn afburðagóður stjórnmálamaður og hann sé afleitur stjórnandi. Hann sé versti stjórnandi í landinu síðan Mussolini hafi notið við á stríðsárunum.

Guðni stendur við fyrri orð

Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b />

Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram

Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b />

ETA sprengir bílsprengju á Spáni

Lögreglumaður slasaðist þegar bílsprengja sprakk í sjávarþorpinu Gexto í norðurhluta Spánar fyrr í dag. Liðsmaður í Sjálfstæðishreyfingu Baska, ETA, hafði hringt í baskneskt dagblað og varað við sprengingunni og var lögregla að girða svæðið af þegar bíllinn sprakk.

Játar að hafa barið Íraka í haldi

Breskur hermaður, Darren Larkin, játaði fyrir herrétti í dag að hafa barið Íraka sem var í haldi í Írak. Larkin er ásamt tveimur öðrum hermönnum, þeim Mark Cooley og Daniel Kenyon, ákærður fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði og m.a. neytt þá til að afklæðast og fara í kynferðislegar stellingar.

Herinn heim eftir rúmt ár

Verkefnum dönsku herdeildarinnar verður líklega lokið á næsta eina og hálfa ári. Þetta hefur Jyllands-Posten eftir yfirmanni deildarinnar, ofurstanum John Dalby. Hann segir að verkefni landgönguliða muni ljúka á næstu 12-18 mánuðum og að íraska stjórnin muni ekki fara þess á leit við dönsk stjórnvöld að herdeildin verði áfram í landinu. 

Kosið fyrir umdeildar breytingar

Forsætisráðherra Dana kallaði til þingkosninga eftir þrjár vikur á þingfundi í gær. Stærstu flokkarnir lofa að skapa tug þúsunda nýrra starfa á kjörtímabilinu. Núverandi stjórn segir að Íraksmálið verði ekki eitt af kosningamálunum

Konungleg áhrif

Ákvörðun Anders Fogh Rasmussen um að boðað sé til þingkosninga 8. febrúar hefur margvísleg áhrif á dönsku konungsfjölskylduna.

Hóta að drepa átta Kínverja

Uppreisnarmenn í Írak hóta að drepa átta Kínverja sem þeir rændu í dag. Ránið kemur á óvart því kínversk stjórnvöld eru langt frá því að vera stuðningsaðilar stríðsins í Írak. Landamærum Íraks verður lokað fyrir þingkosningarnar og að auki verður umferð við kosningamiðstöðvar bönnuð til að draga úr líkum á árásum.

Setja skorður á ferðafrelsið

Írösk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum, setja útgöngubann að næturlagi og takmarka ferðafrelsi innanlands dagana í kringum kosningarnar sem fram fara 30. janúar. Með þessu leitast stjórnvöld við að vernda almenning gegn árásum vígamanna sem reyna að skemma fyrir kosningunum með árásum sínum.

Fleiri en áður vilja málamiðlun

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hélt til fundar við leiðtoga Hamas í gærkvöldi og freistar þess í dag að fá þá til að samþykkja að láta af árásum á Ísraela. För sína heldur Abbas í á sama tíma og skoðanakannanir sýna að fleiri Palestínumenn eru reiðubúnir að gera málamiðlun við Ísraela en áður.

Þjóðverjar flytja mest út

Þjóðverjar eru, annað árið í röð, mesta útflutningsríki heims samkvæmt tölum þýsku hagstofunnar. Þar kemur fram að Þjóðverjar hafi flutt út vörur fyrir andvirði 59.600 milljarða króna.

Vill bæta samskipti við önnur ríki

"Heimurinn er að sammælast um að við höfum náð árangri í Írak," sagði Condoleezza Rice þegar hún svaraði spurningum öldungadeildarþingmanna. Öldungadeildin þarf að samþykkja útnefningu hennar sem utanríkisráðherra áður en hún getur tekið við embætti.

Kennedy íhugar framboð

Robert Kennedy yngri, sonur Roberts Kennedy sem var myrtur 1968 og bróðursonur Johns F. Kennedy sem var myrtur fimm árum fyrr, íhugar nú að gefa kost á sér í kosningum í New York ríki. Kennedy er sagður hafa rætt við valdamikla demókrata um möguleika á framboði til ríkissaksóknara New York.

Herinn eyddi of miklum peningum

Norski herinn fór tæpa tíu milljarða íslenskra króna fram úr fjárveitingum í fyrra og varð það til þess að yfirmaður hersins bauðst til að segja af sér. Framúrkeyrslan nemur þremur prósentum af heildarfjárveitingum norska hersins.

Innrásin í Írak var mistök

Það voru mistök að gera innrás í Írak. Þetta er afstaða rúmlega helmings bandarísku þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. 52% sögðu það hafa verið mistök að ráðast inn í Írak en 47% sögðu það rétta ákvörðun. Fyrir mánuði töldu 47% að innrásin hefði verið mistök en 52% töldu rétta ákvörðun að ráðast inn í Írak.

Sjá næstu 50 fréttir