Erlent

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter skók japönsku eyjuna Hokkaido rétt upp úr klukkan tvö, en hann er talinn eiga uppptök sín um 50 kílómetra suðaustur af eyjunni. Ekki hefur verið gefin út viðvörun um flóðbygju vegna hans og engar fréttir hafa borist um mann- eða eignatjón. Jörð hefur skolfið með reglulegu millibili í Japan undanfarna mánuði en sem betur hefur manntjón verið lítið. Skjálftinn kemur daginn eftir að Japanar minntust þess að tíu ár væru liðin frá mannskæðum jarðskjálfta í Kobe, borg nærri Osaka, en í honum létust 6.500 manns og eignartjón var gríðarlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×