Erlent

Stærsti ísjaki jarðarinnar

Vísindamenn fylgjast spenntir með stærsta ísjaka jarðarinnar sem hefur verið á hraðri siglingu við Suðurskautslandið. Ísjakinn er 160 kílómetra langur og inniheldur samsvarandi vatnsmagn og rennur um ána Níl í Egyptalandi á áttatíu árum. Ein afleiðing þessa ferðalags jakans er að 3000 mörgæsir þurfa að fara um 180 kílómetra hjáleið heim í hreiðrin með mat fyrir ungana sína. Óttast er að þetta verði til þess að ungarnir svelti. Þá getur ísjakinn tálmað siglingar með aðföng til þriggja bækistöðva vísindamanna á Suðurskautslandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×