Erlent

Hóta að drepa átta Kínverja

Uppreisnarmenn í Írak hóta að drepa átta Kínverja sem þeir rændu í dag. Ránið kemur á óvart því kínversk stjórnvöld eru langt frá því að vera stuðningsaðilar stríðsins í Írak. Landamærum Íraks verður lokað fyrir þingkosningarnar og að auki verður umferð við kosningamiðstöðvar bönnuð til að draga úr líkum á árásum. Í morgun var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á kosningamiðstöð stjórnmálaflokks sjíta. Þar fórst einn og sjö særðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×