Erlent

Milljónamæringur týndur

Forstjóra og eins af erfingjum sænsku raftækjaverslanakeðjunnar Siba, hins 32 ára margmilljónamærings Fabians Bengtsson, er saknað og óttast lögreglan í Gautaborg að honum hafi verið rænt. Þó hefur ekki komið fram krafa um lausnargjald. Bengtsson hefur ekki sést síðan á sunnudag, þegar hann var á heimili sínu í Gautaborg. Hann fór til vinnu á mánudagsmorgun, en mætti aldrei. Bíll hans fannst á þriðjudag. Fjölskylda Bengtssons er ein sú ríkasta í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×