Erlent

Segja að boðað verði til kosninga

Danskir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur búast fastlega við því að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni tilkynna um kosningar í landinu á blaðamannafundi sem boðað er til klukkan hálfellefu að íslenskum tíma. Hann og flokkur hans, Venstre, hafa góðan byr í seglin, eins og skoðanakannanir sýna, og er búist við að ráðherrann noti tækifærið til að boða til kosninga til að tryggja sér lengri stjórnarsetu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×