Erlent

Konungleg áhrif

Ákvörðun Anders Fogh Rasmussen um að boðað sé til þingkosninga 8. febrúar hefur margvísleg áhrif á dönsku konungsfjölskylduna. Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að krónprinsessan Mary Donaldson hefði hlotið ríkisborgararétt þegar hún kvæntist Friðrik í maí og hafi því nú kosningarétt í komandi kosningum. En líkt og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar muni hún ekki nýta þennan kosningarétt. Þá er einnig skýrt frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning hefur frestað opinberri för sinni til Mexíkó sem átti að eiga sér stað dagana 5. til 12. febrúar, vegna þingkosninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×