Erlent

Mikla olíu að finna

Norska olíufyrirtækið Statoil heldur því fram að olíu sem sé rúmlega 27 milljarða króna virði sé að finna í Barentshafi. Eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Politiken gera Rússar kröfur til hluta af olíulindunum. Talið er að olían sé á 155.000 ferkílómetra svæði, sem er um helmingur af stærð Noregs. Norðmenn og Rússar hafa deilt um mörk efnahagslögsögu landanna tveggja í 35 ár og munu hvorki norsk né rússnesk fyrirtæki fá aðgang að olíunni fyrr en deilan hefur verið leyst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×