Erlent

Þjóðverjar flytja mest út

Þjóðverjar eru, annað árið í röð, mesta útflutningsríki heims samkvæmt tölum þýsku hagstofunnar. Þar kemur fram að Þjóðverjar hafi flutt út vörur fyrir andvirði 59.600 milljarða króna. Bandaríkjamenn komu næstir Þjóðverjum, þeir fluttu út vörur og þjónustu að andvirði 46.000 milljarða fyrstu ellefu mánuði ársins og var talið ólíklegt að þeir hefðu flutt út það mikið í desember að það hefði fleytt þeim í efsta sæti upp fyrir Þjóðverja. Styrking evrunnar virðist ekki hafa haft áhrif á útflutning Þjóðverja sem jókst um tíu prósent á sama tíma og innflutningur jókst um 7,7 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×