Erlent

Spænskir kaþólikkar vilja smokkinn

Kaþólska kirkjan á Spáni hefur kúvent í afstöðu sinni til smokka og er nú samþykk því að fólk noti þá til að verja sig gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Þetta er þvert á afstöðu Jóhannesar Páls páfa II, æðsta yfirmanns kaþólsku kirkjunnar, sem er alfarið andvígur notkun smokka. Juan Antonio Martinez Camino, talsmaður spænsku kirkjunnar greindi frá sinnaskiptum kaþólsku kirkjunnar eftir fund með Elena Salgado, heilbrigðisráðherra Spánar. Camino sagði að besta leiðin til að verjast alnæmi væri í fyrsta lagi að stunda ekki kynlíf utan hjónabands, í öðru lagi að vera trúr maka sínum og í aðeins í þriðja og síðasta lagi með því að nota smokkinn. Camino sagði ástæðuna fyrir breyttri afstöðu vera þá hversu alvarlegur alnæmisvandinn væri. "Kirkjan hefur miklar áhyggjur af og mikinn áhuga á þessu vandamáli," sagði hann. Spænska kirkjan hefur löngum verið andvíg notkun smokksins, líkt og kaþólska kirkjan á heimsvísu. Ekki þarf að leita lengra aftur en til nóvember til að finna dæmi um forystumenn kirkjunnar draga í efa hversu góða vörn smokkurinn veitti gegn alnæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×