Erlent

Kennedy íhugar framboð

Robert Kennedy yngri, sonur Roberts Kennedy sem var myrtur 1968 og bróðursonur Johns F. Kennedy sem var myrtur fimm árum fyrr, íhugar nú að gefa kost á sér í kosningum í New York ríki. Kennedy er sagður hafa rætt við valdamikla demókrata um möguleika á framboði til ríkissaksóknara New York. Meðal þeirra sem Kennedy er sagður hafa leitað til eru Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður og Eliot Spitzer sem gegnir embætti ríkissaksóknara. Kennedy hefur barist fyrir umhverfisvernd og gegn rekstri kjarnorkuvera um tuttugu ára skeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×