Erlent

Vill bæta samskipti við önnur ríki

"Heimurinn er að sammælast um að við höfum náð árangri í Írak," sagði Condoleezza Rice þegar hún svaraði spurningum öldungadeildarþingmanna. Öldungadeildin þarf að samþykkja útnefningu hennar sem utanríkisráðherra áður en hún getur tekið við embætti. Rice sagðist leggja áherslu á að bæta samskiptin við þau ríki sem Bandaríkin hefðu lent í deilum við vegna mismunandi sýnar á utanríkismál. Hún neitaði að tímasetja brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak. "Markmiðið er að ljúka verkefninu. Nú einblínum við á öryggi í tengslum við kosningarnar," sagði hún þingmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×