Erlent

Lóan fauk til Noregs

Vorboðinn kom óvenjusnemma til Noregs í ár, en það sást til fyrstu lóunnar síðasta laugardag á suðvesturströnd landsins. Daginn eftir sást svo til stórs hóps af lóum, auk þess sem nokkrir spóar voru á stjá. Norska útvarpið veltir því fyrir sér hvort óveðrið sem gekk yfir Norður-Evrópu í síðustu viku, hafi getað blásið þeim yfir til Noregs. Fuglafræðingurinn Alf Otto Folkestad sem útvarpið ræddi við telur það líklega ástæðu. Mun líklegri en að vorboðarnir hafi skilað sér snemma í óvenjuhlýjan vetur í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×