Erlent

Játar að hafa barið Íraka í haldi

Breskur hermaður, Darren Larkin, játaði fyrir herrétti í dag að hafa barið Íraka sem var í haldi í Írak. Larkin er ásamt tveimur öðrum hermönnum, þeim Mark Cooley og Daniel Kenyon, ákærður fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði og m.a. neytt þá til að afklæðast og fara í kynferðislegar stellingar. Mennirnir þrír neita öllum öðrum ákæruatriðum en lögregla komst á snoðir um málið þegar hún fékk myndir frá framköllunarfyrirtæki í Bretlandi. Ekki er vitað hvaða refsingu Larkin á yfir höfði sér. Um afmarkað tilvik var að ræða en ekki mörg eins og í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, en Charles Grainer, bandarískur hermaður sem starfaði í fangelsinu, var um helgina dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að kúga írakska fanga. Fjölmörg mál af svipuðum toga bíða breskra og bandarískra yfirvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×