Erlent

Segir Berlusconi slakan stjórnanda

Francesco Rutelli, sem verður aðalandstæðingur Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, í þingkosningu á næsta ári, segir að Berlusconi sé jafn afburðagóður stjórnmálamaður og hann sé afleitur stjórnandi. Hann sé versti stjórnandi í landinu síðan Mussolini hafi notið við á stríðsárunum. Honum hafi mistekist að efla efnahagslífið, lækka skatta og bæta hag aldraðra, eins og hann hafi lofað að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×