Fleiri fréttir Al-Qaida leiðtogi gripinn í Írak Einn af aðalleiðtogum al-Qaida í Írak, Abu Ahmed, er í haldi herveldanna í Írak. Bandaríkjamenn líta á þetta sem sigur en hafa sent fulltrúa til Íraks til að kanna ástand hersveita þar. Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að uppræta sveitir al-Qaida þar, einkum að ná höfuðpaurnum Abu Musab al-Zarqawi. 8.1.2005 00:01 Danir búa sig undir fárviðri Danir búa sig undir fárviðri í dag og í kvöld en spáð er 20-28 metrum á sekúndu. Vindur gæti farið upp í allt að 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Við vesturströnd Jótlands verður veðrið verst og er þar varað við að vatnsflóð geti náð allt að þremur metrum. 8.1.2005 00:01 Danir safna fyrir fórnarlömbum Stærsta landssöfnun Danmerkur hófst í morgun og er búist við að samanlagt framlag þjóðarinnar til fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu fari yfir sem nemur tveimur milljörðum íslenskra króna. Miðað við íbúafjölda gefa hver Dani og Íslendingur yfir tífalt meira en hver Bandaríkjamaður. 8.1.2005 00:01 Svíar á lífi sagðir látnir Fjöldi Svía, sem sagður var látinn í hamförunum í Asíu, er á lífi. Listi stjórnvalda reyndist kolrangur. Hið sænska Aftonbladet greinir frá þessu í dag. Þá er sænska lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir slök vinnubrögð. 8.1.2005 00:01 156 þúsund talin af Hundrað fimmtíu og sex þúsund eru nú talin af í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla og óttast er að sú tala geti hækkað. Bresk yfirvöld segja tölu þeirra Breta sem fórust mun hærri en í fyrstu var talið, en nú er haldið að 440 Bretar hafi týnt lífi, flestir þeirra á Taílandi. 8.1.2005 00:01 Enn hörmungarástand víða í Asíu Enn er hörmungarástand á hamfarasvæðunum í Asíu og illa gengur að koma neyðargögnum til fórnarlamba á Súmötru. Skuldir þeirra þjóða sem verst urðu úti verða frystar í von um að það auðveldi uppbyggingarstarf. 8.1.2005 00:01 Einn látinn í óveðri í Danmörku Óveðrið sem nú gengur yfir Danmörku hefur kostað eitt mannslíf. Ökumaður fórst þegar tré féll ofan á bíl við Ålykkeskóg í Óðinsvéum, að því er lögreglan í bænum greinir frá. Heimavarnarlið hefur verið kallað út lögreglunni til aðstoðar til að loka svæðinu. 8.1.2005 00:01 Fjórir létust í sjálfsmorðsárás Fjórir létustu og nítján særðust í sjálfsmorðsárás á bensínstöð nærri eftirlitsstöð hers og lögreglu suður af Bagdad í dag. Árásármaðurinn ók bíl sínum inn á bensínstöðina og sprengdi hann, en þeir sem létust og særðust voru í röð að bíða eftir eldsneyti. Þrír bílar eyðilögðust í sprengingunni en engan á eftirlitsstöðinni sakaði. 8.1.2005 00:01 Þingkosningar í Palestínu í júlí Rawhi Fattouh, starfandi forseti Palestínu, greindi frá því í dag þingkosningar færu fram í Palestínu 17. júlí næstkomandi, í fyrsta sinn í níu ár. Þá sagði hann enn fremur að til stæði að breyta kosningalögum og fjölga sætum á palestínska þinginu úr áttatíu og átta í hundrað tuttugu og fjögur. 8.1.2005 00:01 Fimm létust í óveðri Fimm létust í óveðri á Norðurlöndum í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri. 8.1.2005 00:01 Stjórnmál hamla hjálparstarfi Stjórnmál hamla björgunaraðgerðum víða á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Heimsóknir tignarmanna dreifa athyglinni og hjálpargögn eru notuð sem vopn í innanríkisátökum. 8.1.2005 00:01 Loft er lævi blandið í Palestínu Ísraelsmenn hafa heldur slakað á ferðatakmörkunum vegna kosninganna í Palestínu að sögn Ögmundar Jónassonar, þingmanns og formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Ögmundur er nú í Palestínu í boði palestínsku verkalýðshreyfingarinnar. 8.1.2005 00:01 Nær öruggt talið að Abbas sigri Forsetakosningar fara fram í Palestínu í dag. Sjö manns eru í framboði en nær öruggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum og taki þar með við af Jasser Arafat sem lést í nóvember. Abbas er frambjóðandi Fatah, stærstu fylkingarinnar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Hamas-samtökin ætla að sniðganga kosningarnar. 8.1.2005 00:01 Mat dreift til allra Enginn sem komst lífs af eftir hamfarirnar í Asíu mun deyja úr hungri að sögn Jim Morris, yfirmanns matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að eftir viku verði búið að dreifa mat til til nánast allra þeirra sem lifðu hamfarirnar af. 8.1.2005 00:01 Færri Svíar látnir en talið var Mun færri Svíar létust og er saknað eftir hamfarirnar í Asíu en sænsk yfirvöld héldu fram. Samkvæmt opinberum tölum sem fréttastofan AP birtir er staðfest að 52 Svíar hafi látist og 637 sé saknað. 8.1.2005 00:01 Forsetakosningarnar lítt spennandi Lítil spenna ríkir vegna forsetakosninga í Palestínu, sem fara fram á morgun, enda eru úrslitin nánast gefin. Mahmoud Abbas verður kjörinn þó að enginn virðist hafa trú á stefnu hans. Talið er að hann hafi 100 daga til að skila árangri. 8.1.2005 00:01 Lögreglustjóri sakar IRA um rán Írski lýðveldisherinn, IRA, stóð fyrir bíræfnu bankaráni á Norður-Írlandi í síðasta mánuði. Þessu heldur Hugh Orde, lögreglustjóri á Norður-Írlandi, fram. Gert er ráð fyrir því að orð hans valdi uppnámi í stjórnmálum á svæðinu og geti enn á ný orðið til þess að friðarviðræður þar fari út um þúfur. 7.1.2005 00:01 Flugþjónar neita að bera fram mat Flugþjónar hjá ítalska flugfélaginu Alitalia eru óánægðir með kjör sín og fóru í óvenjulegt verkfall til að vekja athygli á því. Allir farþegar í Evrópuflugi félagsins fóru hungraðir frá borði í morgun þar sem starfsfólkið neitaði að bera fram mat og drykk. 7.1.2005 00:01 Stefnir NBC vegna uppkasta Karlmaður í Cleveland í Ohio hefur stefnt sjónvarpsstöðinni NBC vegna atriðis í veruleikaþættinum Mörk óttans sem m.a. er sýndur á Stöð tvö. Þátttakendur þurfa að láta ýmislegt yfir sig ganga og leggja sér margt til munns. 7.1.2005 00:01 Norsk stjórnvöld sögð nísk Norðmönnum finnst stjórnvöld heldur nísk á fjárframlög til hjálparstarfa á flóðasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Kaupsýslumenn og biskup, lista- og íþróttamenn hafa skorað á ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks að tífalda fjárframlagið, en stjórnvöld hafa þegar heitið einum komma einum milljarði norskra króna til starfsins. 7.1.2005 00:01 Zoellick í utanríkismálin George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir stundu að hann hygðist tilnefna Robert Zoellick aðstoðarutanríkisráðherra og á hann að taka við embætti um leið og Condoleezza Rice verður utanríkisráðherra, síðar í þessum mánuði. 7.1.2005 00:01 Ríkið gefur 150 milljónir Miðað við höfðatölu hefur hver Íslendingur gefið átta hundruð og tuttugu krónur til að lina þjáningar bágstaddra eftir hamfarirnar á annan jóladag við Indlandshaf. Heildarupphæð íslenskra framlaga er komin í 240 milljónir króna. Munar þar mestu um framlag ríkisstjórnarinnar, alls 150 milljónir sem samþykkt var á föstudag. 7.1.2005 00:01 Kosningar í skugga víga Tveir Palestínumenn og einn Ísraeli létust í þremur aðskildum atvikum á Vesturbakkanum og Gasaströndinni fyrr í dag. Þetta varpar skugga á kosningar Palestínumanna en þeir velja eftirmann Jassirs Arafats nú um helgina. 7.1.2005 00:01 Fjórtán létust í lestarslysi Fjórtán létust og rúmlega fímmtíu slösuðust í lestarslysi á Ítalíu skömmu eftir hádegi í dag. Farþegalest og vöruflutningalest rákust á skammt frá lestarstöð í Bologna á Norður-Ítalíu, en þær voru báðar á sama spori. 7.1.2005 00:01 Flóðhestur hænist að skjaldböku Flóðhestakálfurinn Owen fannst yfirgefinn og illa haldinn á víðavangi í Kenía fyrir mánuði. Verðir á dýraverndarsvæði fundu hann og fluttu á svæðið, þar sem honum var veitt aðhlynning. Þar fann hann dýr sem var eins á litinn og fullorðinn flóðhestur og hjúfraði sig upp að því. 7.1.2005 00:01 Illgerlegt að meta mannfall Opinberar tilkynningar um fjölda látinna í Indónesíu eru ekki líklegar til að vera nákvæmar og stjórnvöld hafa þurft að meta mannfallið gróflega. í sumum tilfellum beita þau aðferðum á borð við það að margfalda fjölda líka í einni fjöldagröf með heildarfjölda grafa. Í sumum þorpum er íbúafjöldinn áætlaður, eftirlifendur taldir og gert ráð fyrir að aðrir hafi farist. 7.1.2005 00:01 Svikamylla í nafni Arafat Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem Suha Arafat, ekkja Yassir Arafat, óskar eftir einhverjum til að geyma fyrir sig 1,2 milljarð íslenskra króna sem núverandi stjórnvöld í Palestínu séu að reyna að hafa af henni. 7.1.2005 00:01 Barátta Abbas er rétt að byrja Allar líkur eru á að Mahmoud Abbas verði eftirmaður Yassers Arafat en forsetakosningar fara fram í Palestínu á morgun. Nái hann kjöri bíður hans erfitt verk sem forvera hans mistókst. 7.1.2005 00:01 Sporgöngumenn Abbas Öruggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum í forsetakosningunum í Palestínu á morgun. Sex aðrir eru þó í kjöri, þar af eru fjórir óháðir frambjóðendur. 7.1.2005 00:01 Sagðir nota neyðarhjálp sem vopn Neyð fórnarlamba flóðbylgjunnar í Asíu er notuð sem vopn í höndum skæruliða og uppreisnarmanna og stjórnvalda sem berjast við þá. Ásakanir um að neyðarbirgðum sé ekki beint á óvinasvæði ganga á víxl. 7.1.2005 00:01 Sjálfboðaliðar víða að í Taílandi Sjálfboðaliðar víða að starfa við björgunarstörf á Taílandi, þar á meðal margir Svíar. Stjórnvöld í Svíþjóð eru hins vegar gagnrýnd fyrir sljó og slæg viðbrögð við hörmungunum. Sænsk stjórnvöld hafa sett á laggirnar eins konar bráðabirgðasendiskrifstofu á ferðamannaeyjunni Phuket þar sem fjöldi erlendra ferðamanna var meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar. 7.1.2005 00:01 Eftirmaður Arafats valinn Síðasti dagur kosningabaráttunnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna var í dag og um helgina verður eftirmaður Jassirs Arafats kjörinn. Vonir standa til að um leið lifni yfir friðarferlinu. 7.1.2005 00:01 IRA sakað um bankarán Hugh Orde, yfirmaður lögreglunnar í Norður-Írlandi, sakar Írska lýðveldisherinn (IRA) um að hafa staðið á bak við bankaránið í Belfast 20. desember þegar um þremur milljörðum króna var stolið. 7.1.2005 00:01 Átján létust í lestarslysi Átján manns létust í lestarslysi skammt frá borginni Bologna á Ítalíu í gær. Mikil þoka var á svæðinu þegar farþegalest lenti í árekstri við flutningalest með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að skyggni hafi verið minna en fimmtíu metrar. 7.1.2005 00:01 Friðargæsluliðar misnotuðu konur Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna misnotuðu konur og stúlkur kynferðislega í Kongó samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í gær. 7.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Al-Qaida leiðtogi gripinn í Írak Einn af aðalleiðtogum al-Qaida í Írak, Abu Ahmed, er í haldi herveldanna í Írak. Bandaríkjamenn líta á þetta sem sigur en hafa sent fulltrúa til Íraks til að kanna ástand hersveita þar. Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að uppræta sveitir al-Qaida þar, einkum að ná höfuðpaurnum Abu Musab al-Zarqawi. 8.1.2005 00:01
Danir búa sig undir fárviðri Danir búa sig undir fárviðri í dag og í kvöld en spáð er 20-28 metrum á sekúndu. Vindur gæti farið upp í allt að 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Við vesturströnd Jótlands verður veðrið verst og er þar varað við að vatnsflóð geti náð allt að þremur metrum. 8.1.2005 00:01
Danir safna fyrir fórnarlömbum Stærsta landssöfnun Danmerkur hófst í morgun og er búist við að samanlagt framlag þjóðarinnar til fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu fari yfir sem nemur tveimur milljörðum íslenskra króna. Miðað við íbúafjölda gefa hver Dani og Íslendingur yfir tífalt meira en hver Bandaríkjamaður. 8.1.2005 00:01
Svíar á lífi sagðir látnir Fjöldi Svía, sem sagður var látinn í hamförunum í Asíu, er á lífi. Listi stjórnvalda reyndist kolrangur. Hið sænska Aftonbladet greinir frá þessu í dag. Þá er sænska lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir slök vinnubrögð. 8.1.2005 00:01
156 þúsund talin af Hundrað fimmtíu og sex þúsund eru nú talin af í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla og óttast er að sú tala geti hækkað. Bresk yfirvöld segja tölu þeirra Breta sem fórust mun hærri en í fyrstu var talið, en nú er haldið að 440 Bretar hafi týnt lífi, flestir þeirra á Taílandi. 8.1.2005 00:01
Enn hörmungarástand víða í Asíu Enn er hörmungarástand á hamfarasvæðunum í Asíu og illa gengur að koma neyðargögnum til fórnarlamba á Súmötru. Skuldir þeirra þjóða sem verst urðu úti verða frystar í von um að það auðveldi uppbyggingarstarf. 8.1.2005 00:01
Einn látinn í óveðri í Danmörku Óveðrið sem nú gengur yfir Danmörku hefur kostað eitt mannslíf. Ökumaður fórst þegar tré féll ofan á bíl við Ålykkeskóg í Óðinsvéum, að því er lögreglan í bænum greinir frá. Heimavarnarlið hefur verið kallað út lögreglunni til aðstoðar til að loka svæðinu. 8.1.2005 00:01
Fjórir létust í sjálfsmorðsárás Fjórir létustu og nítján særðust í sjálfsmorðsárás á bensínstöð nærri eftirlitsstöð hers og lögreglu suður af Bagdad í dag. Árásármaðurinn ók bíl sínum inn á bensínstöðina og sprengdi hann, en þeir sem létust og særðust voru í röð að bíða eftir eldsneyti. Þrír bílar eyðilögðust í sprengingunni en engan á eftirlitsstöðinni sakaði. 8.1.2005 00:01
Þingkosningar í Palestínu í júlí Rawhi Fattouh, starfandi forseti Palestínu, greindi frá því í dag þingkosningar færu fram í Palestínu 17. júlí næstkomandi, í fyrsta sinn í níu ár. Þá sagði hann enn fremur að til stæði að breyta kosningalögum og fjölga sætum á palestínska þinginu úr áttatíu og átta í hundrað tuttugu og fjögur. 8.1.2005 00:01
Fimm létust í óveðri Fimm létust í óveðri á Norðurlöndum í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri. 8.1.2005 00:01
Stjórnmál hamla hjálparstarfi Stjórnmál hamla björgunaraðgerðum víða á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Heimsóknir tignarmanna dreifa athyglinni og hjálpargögn eru notuð sem vopn í innanríkisátökum. 8.1.2005 00:01
Loft er lævi blandið í Palestínu Ísraelsmenn hafa heldur slakað á ferðatakmörkunum vegna kosninganna í Palestínu að sögn Ögmundar Jónassonar, þingmanns og formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Ögmundur er nú í Palestínu í boði palestínsku verkalýðshreyfingarinnar. 8.1.2005 00:01
Nær öruggt talið að Abbas sigri Forsetakosningar fara fram í Palestínu í dag. Sjö manns eru í framboði en nær öruggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum og taki þar með við af Jasser Arafat sem lést í nóvember. Abbas er frambjóðandi Fatah, stærstu fylkingarinnar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Hamas-samtökin ætla að sniðganga kosningarnar. 8.1.2005 00:01
Mat dreift til allra Enginn sem komst lífs af eftir hamfarirnar í Asíu mun deyja úr hungri að sögn Jim Morris, yfirmanns matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að eftir viku verði búið að dreifa mat til til nánast allra þeirra sem lifðu hamfarirnar af. 8.1.2005 00:01
Færri Svíar látnir en talið var Mun færri Svíar létust og er saknað eftir hamfarirnar í Asíu en sænsk yfirvöld héldu fram. Samkvæmt opinberum tölum sem fréttastofan AP birtir er staðfest að 52 Svíar hafi látist og 637 sé saknað. 8.1.2005 00:01
Forsetakosningarnar lítt spennandi Lítil spenna ríkir vegna forsetakosninga í Palestínu, sem fara fram á morgun, enda eru úrslitin nánast gefin. Mahmoud Abbas verður kjörinn þó að enginn virðist hafa trú á stefnu hans. Talið er að hann hafi 100 daga til að skila árangri. 8.1.2005 00:01
Lögreglustjóri sakar IRA um rán Írski lýðveldisherinn, IRA, stóð fyrir bíræfnu bankaráni á Norður-Írlandi í síðasta mánuði. Þessu heldur Hugh Orde, lögreglustjóri á Norður-Írlandi, fram. Gert er ráð fyrir því að orð hans valdi uppnámi í stjórnmálum á svæðinu og geti enn á ný orðið til þess að friðarviðræður þar fari út um þúfur. 7.1.2005 00:01
Flugþjónar neita að bera fram mat Flugþjónar hjá ítalska flugfélaginu Alitalia eru óánægðir með kjör sín og fóru í óvenjulegt verkfall til að vekja athygli á því. Allir farþegar í Evrópuflugi félagsins fóru hungraðir frá borði í morgun þar sem starfsfólkið neitaði að bera fram mat og drykk. 7.1.2005 00:01
Stefnir NBC vegna uppkasta Karlmaður í Cleveland í Ohio hefur stefnt sjónvarpsstöðinni NBC vegna atriðis í veruleikaþættinum Mörk óttans sem m.a. er sýndur á Stöð tvö. Þátttakendur þurfa að láta ýmislegt yfir sig ganga og leggja sér margt til munns. 7.1.2005 00:01
Norsk stjórnvöld sögð nísk Norðmönnum finnst stjórnvöld heldur nísk á fjárframlög til hjálparstarfa á flóðasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Kaupsýslumenn og biskup, lista- og íþróttamenn hafa skorað á ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks að tífalda fjárframlagið, en stjórnvöld hafa þegar heitið einum komma einum milljarði norskra króna til starfsins. 7.1.2005 00:01
Zoellick í utanríkismálin George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir stundu að hann hygðist tilnefna Robert Zoellick aðstoðarutanríkisráðherra og á hann að taka við embætti um leið og Condoleezza Rice verður utanríkisráðherra, síðar í þessum mánuði. 7.1.2005 00:01
Ríkið gefur 150 milljónir Miðað við höfðatölu hefur hver Íslendingur gefið átta hundruð og tuttugu krónur til að lina þjáningar bágstaddra eftir hamfarirnar á annan jóladag við Indlandshaf. Heildarupphæð íslenskra framlaga er komin í 240 milljónir króna. Munar þar mestu um framlag ríkisstjórnarinnar, alls 150 milljónir sem samþykkt var á föstudag. 7.1.2005 00:01
Kosningar í skugga víga Tveir Palestínumenn og einn Ísraeli létust í þremur aðskildum atvikum á Vesturbakkanum og Gasaströndinni fyrr í dag. Þetta varpar skugga á kosningar Palestínumanna en þeir velja eftirmann Jassirs Arafats nú um helgina. 7.1.2005 00:01
Fjórtán létust í lestarslysi Fjórtán létust og rúmlega fímmtíu slösuðust í lestarslysi á Ítalíu skömmu eftir hádegi í dag. Farþegalest og vöruflutningalest rákust á skammt frá lestarstöð í Bologna á Norður-Ítalíu, en þær voru báðar á sama spori. 7.1.2005 00:01
Flóðhestur hænist að skjaldböku Flóðhestakálfurinn Owen fannst yfirgefinn og illa haldinn á víðavangi í Kenía fyrir mánuði. Verðir á dýraverndarsvæði fundu hann og fluttu á svæðið, þar sem honum var veitt aðhlynning. Þar fann hann dýr sem var eins á litinn og fullorðinn flóðhestur og hjúfraði sig upp að því. 7.1.2005 00:01
Illgerlegt að meta mannfall Opinberar tilkynningar um fjölda látinna í Indónesíu eru ekki líklegar til að vera nákvæmar og stjórnvöld hafa þurft að meta mannfallið gróflega. í sumum tilfellum beita þau aðferðum á borð við það að margfalda fjölda líka í einni fjöldagröf með heildarfjölda grafa. Í sumum þorpum er íbúafjöldinn áætlaður, eftirlifendur taldir og gert ráð fyrir að aðrir hafi farist. 7.1.2005 00:01
Svikamylla í nafni Arafat Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem Suha Arafat, ekkja Yassir Arafat, óskar eftir einhverjum til að geyma fyrir sig 1,2 milljarð íslenskra króna sem núverandi stjórnvöld í Palestínu séu að reyna að hafa af henni. 7.1.2005 00:01
Barátta Abbas er rétt að byrja Allar líkur eru á að Mahmoud Abbas verði eftirmaður Yassers Arafat en forsetakosningar fara fram í Palestínu á morgun. Nái hann kjöri bíður hans erfitt verk sem forvera hans mistókst. 7.1.2005 00:01
Sporgöngumenn Abbas Öruggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum í forsetakosningunum í Palestínu á morgun. Sex aðrir eru þó í kjöri, þar af eru fjórir óháðir frambjóðendur. 7.1.2005 00:01
Sagðir nota neyðarhjálp sem vopn Neyð fórnarlamba flóðbylgjunnar í Asíu er notuð sem vopn í höndum skæruliða og uppreisnarmanna og stjórnvalda sem berjast við þá. Ásakanir um að neyðarbirgðum sé ekki beint á óvinasvæði ganga á víxl. 7.1.2005 00:01
Sjálfboðaliðar víða að í Taílandi Sjálfboðaliðar víða að starfa við björgunarstörf á Taílandi, þar á meðal margir Svíar. Stjórnvöld í Svíþjóð eru hins vegar gagnrýnd fyrir sljó og slæg viðbrögð við hörmungunum. Sænsk stjórnvöld hafa sett á laggirnar eins konar bráðabirgðasendiskrifstofu á ferðamannaeyjunni Phuket þar sem fjöldi erlendra ferðamanna var meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar. 7.1.2005 00:01
Eftirmaður Arafats valinn Síðasti dagur kosningabaráttunnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna var í dag og um helgina verður eftirmaður Jassirs Arafats kjörinn. Vonir standa til að um leið lifni yfir friðarferlinu. 7.1.2005 00:01
IRA sakað um bankarán Hugh Orde, yfirmaður lögreglunnar í Norður-Írlandi, sakar Írska lýðveldisherinn (IRA) um að hafa staðið á bak við bankaránið í Belfast 20. desember þegar um þremur milljörðum króna var stolið. 7.1.2005 00:01
Átján létust í lestarslysi Átján manns létust í lestarslysi skammt frá borginni Bologna á Ítalíu í gær. Mikil þoka var á svæðinu þegar farþegalest lenti í árekstri við flutningalest með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að skyggni hafi verið minna en fimmtíu metrar. 7.1.2005 00:01
Friðargæsluliðar misnotuðu konur Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna misnotuðu konur og stúlkur kynferðislega í Kongó samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í gær. 7.1.2005 00:01