Erlent

156 þúsund talin af

Hundrað fimmtíu og sex þúsund eru nú talin af í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla og óttast er að sú tala geti hækkað. Bresk yfirvöld segja tölu þeirra Breta sem fórust mun hærri en í fyrstu var talið, en nú er haldið að 440 Bretar hafi týnt lífi, flestir þeirra á Taílandi. Kennsl hafa verið borin á 50. Þetta er mesti mannskaði í breskri sögu frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi fá þessu í gær. Ekki er vitað um afdrif 2000 Breta til viðbótar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×