Erlent

IRA sakað um bankarán

Hugh Orde, yfirmaður lögreglunnar í Norður-Írlandi, sakar Írska lýðveldisherinn (IRA) um að hafa staðið á bak við bankaránið í Belfast 20. desember þegar um þremur milljörðum króna var stolið. Írski lýðveldisherinn þvertekur fyrir þetta og forsvarsmenn Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldishersins, taka í sama streng. Ummæli Orde hafa vakið hörð viðbrögð og hafa sumir tekið svo djúpt í árinni að segja að þau skaði tilraunir stjórnvalda í Bretlandi og Írlandi til að koma á friði. Orde neitar að láta draga sig inn í pólitíkina í kringum málið. Hann segist hafa sterkan grun um að IRA standi að baki ráninu. Lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna ránsins þrátt fyrir ítarlega leit í Belfast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×