Erlent

Átján létust í lestarslysi

Átján manns létust í lestarslysi skammt frá borginni Bologna á Ítalíu í gær. Mikil þoka var á svæðinu þegar farþegalest lenti í árekstri við flutningalest með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að skyggni hafi verið minna en fimmtíu metrar. Um tvö hundruð björgunarmenn komu á svæðið fljótlega eftir að slysið varð og var aðkoman mjög slæm. Auk hinna átján sem látnir eru slösuðust um fimmtíu manns þar af fimm mjög alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×