Erlent

Norsk stjórnvöld sögð nísk

Norðmönnum finnst stjórnvöld heldur nísk á fjárframlög til hjálparstarfa á flóðasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Kaupsýslumenn og biskup, lista- og íþróttamenn hafa skorað á ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks að tífalda fjárframlagið, en stjórnvöld hafa þegar heitið einum komma einum milljarði norskra króna til starfsins. Það samsvarar ríflega ellefu milljörðum íslenskra króna. Norðmenn eru ríflega fjórar og hálf milljón að tölu svo að framlagið á hvert mannsbarn nemur ríflega 2.400 íslenskum krónum. Til samanburðar má nefna að framlag Íslendinga nemur um sex hundruð krónum á hvert mannsbarn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×