Erlent

Zoellick í utanríkismálin

George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir stundu að hann hygðist tilnefna Robert Zoellick aðstoðarutanríkisráðherra og á hann að taka við embætti um leið og Condoleezza Rice verður utanríkisráðherra, síðar í þessum mánuði. Val Bush þykir gefa nokkra vísbendingu um það sem vænta má í utanríkismálum á næsta kjörtímabili og er tilnefning Zoellicks túlkuð sem svo að nánari og betri samskipta við bandamenn verði leitað á næstunni. Zoellick er sagður reyndur samningamaður og þekkir vel til alþjóðastofnana. Hann starfaði áður með Rice í ríkisstjórn Bush eldri og var þá meðal annars sá embættismaður sem fylgdist með sameiningu Þýskalands. Hann þekkir einnig vel til í Suður-Ameríku og Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×