Erlent

Illgerlegt að meta mannfall

Opinberar tilkynningar um fjölda látinna í Indónesíu eru ekki líklegar til að vera nákvæmar og stjórnvöld hafa þurft að meta mannfallið gróflega. í sumum tilfellum beita þau aðferðum á borð við það að margfalda fjölda líka í einni fjöldagröf með heildarfjölda grafa. Í sumum þorpum er íbúafjöldinn áætlaður, eftirlifendur taldir og gert ráð fyrir að aðrir hafi farist. Víða eru fæðingarvottorð eða manntöl af skornum skammti sem gerir það enn erfiðara en ella að meta hversu margir hafa látist, en hjálparstarfsmenn segja að það sé brýnt að tapa sér ekki í talnareikningum heldur beina athyglinni að þeim sem finnast á lífi. Sífellt er tilkynnt um fleira fólk sem er saknað og því lengri tími sem líður því minni líkur eru á að það finnist á lífi. Í Indlandi er flestra saknað á eyjunum Andaman og Nicobar en aðstæður þar eru svo erfiðar að það tekur leitarmenn heilan dag að leita á svæði með tveggja kílómetra radíus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×