Erlent

Svikamylla í nafni Arafat

Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem Suha Arafat, ekkja Yassir Arafat, óskar eftir einhverjum til að geyma fyrir sig 1,2 milljarð íslenskra króna sem núverandi stjórnvöld í Palestínu séu að reyna að hafa af henni. Í bréfinu segir að Suha hafi þurft að þola mikið harðræði af hálfu palestínskra stjórnvalda eftir fráfall eiginmanns síns og þeir vilji gera öll auðæfi hans, sem hún erfði, upptæk. Suha segist eiga tuttugu milljónir dollara á bankareikningi sem hún þurfi að leysa út og óskar eftir aðstoð einhvers til að geyma fyrir sig þá upphæð gegn ríflegri þóknun. Hún þurfi aðeins að númer á bankareikningi viðkomandi og málið er frágengið. Þá er viðtakandinn beðinn um að sýna þagmælsku ef hann gengur ekki að tilboðinu. Lítill vafi leikur á að hér sé um svikamyllu að ræða og að einhverjir óprúttnir aðilar villi á sér heimildir. Fólk beðið um að vera á varðbergi gagnvart gylliboðum af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×