Erlent

Flóðhestur hænist að skjaldböku

Flóðhestakálfurinn Owen fannst yfirgefinn og illa haldinn á víðavangi í Kenía fyrir mánuði. Verðir á dýraverndarsvæði fundu hann og fluttu á svæðið, þar sem honum var veitt aðhlynning. Þar fann hann dýr sem var eins á litinn og fullorðinn flóðhestur og hjúfraði sig upp að því. Það reyndist vera hundrað og tuttugu ára gömul risaskjaldbaka. Þeim varð vel til vina en nú stendur til að flytja Owen annað þar sem hann mun njóta félagsskapar fullorðins kvenkyns flóðhests.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×